Barneign og heilsa: ferilrannsókn meðal íslenskra kvenna frá því snemma á meðgöngu þar til tveimur árum eftir fæðingu barns.

Hildur Kristjánsdóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Amalía Björnsdóttir, Jóhann Ág Sigurðsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Rannsókninni ,,Barneign og heilsa“, er ætlað að varpa ljósi á reynslu kvenna af barneignarþjónustunni, heilsu þeirra, væntingar um og líðan á meðgöngu og eftir fæðingu. Í fyrsta áfanga, á tímabilinu febrúar 2009 til mars 2010, var sendur spurningalisti til 1765 barnshafandi kvenna við 11–16 vikna meðgöngu, sem komu í meðgönguvernd á 26 heilsugæslustöðvum um land allt. Svar hlutfall var 63% (n=1.111). Í öðrum áfanga var annar listi sendur til þeirra 5–6 mánuðum eftir fæðingu (mars 2010 til janúar 2011) og var svarhlutfall 69% (n=765). Í þriðja áfanga, 18–24mánuðum eftir fæðingu, á tímabilinu janúar 2011 til október 2011, svöruðu 59% (n=657). Upplýsinga var aflað um félagslegan bakgrunn, samskipti við heilbrigðisstarfsmenn og fjölskyldu, viðhorftil og reynslu af barneignarþjónustu, t.d. ómskoðunar á meðgöngu, verkjameðferðar, keisarafæðinga, heimafæðinga og um fyrri barneignarreynslu. Fjölbyrjur voru 60% þátttakenda, meðalfjöldi skoðana í meðgönguvernd voru 8,9. Hlutfall þátttakenda sem fæddu með keisaraskurði var 14,3% og 2,2% fædduheima. Konur með háskólamenntun voru líklegri til að skipuleggja meðgönguna samanborið við konur með minni menntun. Algengara var að frumbyrjur í samanburði við fjölbyrjur leituðu fyrst til heimilislæknis og þær voru líklegri en fjölbyrjur til að fá mænurótardeyfingu og fara í bráðakeisara skurð. Konur á landsbyggðinni töldu síður en konur á höfuðborgarsvæðinu að þær hefðu farið alltof snemma heim af fæðingardeild. Samanburður á niðurstöðum rannsóknarinnar við sambærilegar upplýsingar úr Fæðingaskrá Íslands og frá Hagstofu Íslands sýna gott samræmi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa glögga mynd af reynslu kvenna af barneignarþjónustu og barneignarferli hér á landi. Þær ættu að nýtast fagfólki og stjórnendum heilbrigðismála við frekari þróun og skipulag þjónustunnar. Abstract in English The purpose of our study “Childbirth and Health” was to explore women´s experience of maternity services, their health, wellbeing, attitudes and expectations during pregnancy and after birth. In this article, the research methodology is described and different aspects of the results discussed in the context of age, residency and education. In the first phase (from February 2009 to March 2010), 1765 women 11–16 weeks pregnant, attending antenatal care at 26 health care centres received a postal questionnaire. In all 63% (1111) women replied. In the second phase, a new postal questionnaire was sent 5–6 months postpartum (March 2010 until January 2011) and 765 (69%) women replied. During the third phase, 18–24 months postpartum (January 2011 until October 2011), 657(59%) women replied. Data was gathered about social background, interactions with professionals and family, attitudes towards and experiences of childbearing care like ultrasoundscans pain relief, caesarean section, homebirth and previous pregnancies. Multiparas were 60% of the participants ,number of antenatal visits were 8.9 (mean),14.3% underwent ceasarean section and 2.2% gave birth at home. Women with higher education were more likely to plan their pregnancy compared to women with lower education. Primiparous women were more likely than multiparas to have their first contact in antenatal care with their GP,to an Epidural and emergency Caesereansection. Women living in urban areas were more likely than women living in the capital area to feel their stay in hospital had been too short. Comparison between results from this study with outcomes from the Icelandic Birth register and Icelandic statistics are consistent. We conclude that this study gives a clear picture of women´s experience regarding childbirth and maternity services in Iceland. The research findings should be useful for further development of the organisation of maternity services and health care management.
Original languageIcelandic
JournalLjósmæðrablaðið
Publication statusPublished - 2012

Other keywords

  • Heilsufar
  • Barneignir
  • Fæðingarþjónusta
  • Konur
  • Pregnancy
  • Prenatal Care

Cite this