Abstract
Fjölmiðlanefnd fékk Menntavísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma víðtæka spurningakönnun meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land á vormánuðum árið 2021. Um var að ræða norska rannsókn, sem var staðfærð og þýdd, en rannsóknin var upphaflega unnin af norsku fjölmiðlanefndinni Medietilsynet, í samstarfi við Sentio Research í Noregi. Auk þess fékk Medietilsynet aðstoð frá norsku Neytendastofnuninni, Kripos og Barnaheillum í Noregi. Umsjón með verkefninu hafði Thea Grav Rosenberg.
Niðurstöður þessarar víðtæku spurningakönnunar meðal íslenskra barna og ungmenna eru kynntar í nokkrum hlutum. Í fyrsta hluta er fjallað um miðlanotkun barna og ungmenna. Í öðrum hluta er fjallað um kynferðisleg komment og nektarmyndir. Í þriðja hluta er sjónum beint að öryggi barna og ungmenna á netinu og í fjórða hluta er viðfangsefnið klám. Fimmta skýrslan fjallar um notkun barna og ungmenna á tölvuleikjum og sú sjötta um fjölmiðlanotkun þeirra og hvort þau verði vör við falsfréttir. Síðasta hlutanum er síðan ætlað að lýsa upplifun barna og ungmenna á netinu.
Í skýrslu þessari birtist hluti af niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar. Könnunin náði um allt land og byggir á rannsókn norsku fjölmiðlanefndarinnar Barn og media.
Niðurstöður þessarar víðtæku spurningakönnunar meðal íslenskra barna og ungmenna eru kynntar í nokkrum hlutum. Í fyrsta hluta er fjallað um miðlanotkun barna og ungmenna. Í öðrum hluta er fjallað um kynferðisleg komment og nektarmyndir. Í þriðja hluta er sjónum beint að öryggi barna og ungmenna á netinu og í fjórða hluta er viðfangsefnið klám. Fimmta skýrslan fjallar um notkun barna og ungmenna á tölvuleikjum og sú sjötta um fjölmiðlanotkun þeirra og hvort þau verði vör við falsfréttir. Síðasta hlutanum er síðan ætlað að lýsa upplifun barna og ungmenna á netinu.
Í skýrslu þessari birtist hluti af niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar. Könnunin náði um allt land og byggir á rannsókn norsku fjölmiðlanefndarinnar Barn og media.
Original language | English |
---|---|
Publisher | Menntavísindastofnun Háskóla Íslands |
Commissioning body | Fjölmiðlanefnd |
Number of pages | 24 |
Publication status | Published - Jul 2022 |
Externally published | Yes |
Bibliographical note
Börn og netmiðlar6. HLUTI - FRÉTTIR & FALSFRÉTTIR
Júlí 2022
Fjölmiðlanefnd
Menntavísindastofnun
Höfundur: Ingibjörg Kjartansdóttir
Umsjón: Skúli B. Geirdal