Abstract
Börn og netmiðlar er víðtæk spurningakönnun sem Menntavísindastofnun framkvæmir í samstarfi við Fjölmiðlanefnd meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land. Könnunin var fyrst lögð fyrir vorið 2021 og aftur 2023. Stefnt er að fyrirlög annað hvert ár.
Niðurstöður eru kynntar í nokkrum skýrslum eftir viðfangsefni: tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum, kynferðisleg áreiti, netöryggi, klámáhorf, tölvuleiki og falsfréttir.
Í þessari skýrslu eru birtar helstu niðurstöður könnunarinnar Börn og netmiðlar sem framkvæmd var seint á haustmisseri 2023. Könnunin náði til nemenda í grunn- og framhaldsskólum um land allt. Í fyrstu fyrirlögn 2021 var grunnur spurningalistans byggður á rannsókn norsku fjölmiðlanefndarinnar Barn og media, en var að hluta til endurbættur í þessari umferð. Spurningalistinn var sendur til umsagnar Siðanefndar háskólanna um vísindarannsóknir.
Niðurstöður eru kynntar í nokkrum skýrslum eftir viðfangsefni: tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum, kynferðisleg áreiti, netöryggi, klámáhorf, tölvuleiki og falsfréttir.
Í þessari skýrslu eru birtar helstu niðurstöður könnunarinnar Börn og netmiðlar sem framkvæmd var seint á haustmisseri 2023. Könnunin náði til nemenda í grunn- og framhaldsskólum um land allt. Í fyrstu fyrirlögn 2021 var grunnur spurningalistans byggður á rannsókn norsku fjölmiðlanefndarinnar Barn og media, en var að hluta til endurbættur í þessari umferð. Spurningalistinn var sendur til umsagnar Siðanefndar háskólanna um vísindarannsóknir.
Original language | Icelandic |
---|---|
Commissioning body | Fjölmiðlanefnd |
Number of pages | 14 |
ISBN (Electronic) | 978-9935-468-38-3 |
Publication status | Published - May 2024 |
Externally published | Yes |
Bibliographical note
Börn og netmiðlar4. hluti - Áhorf á klám
Maí 2024
Fjölmiðlanefnd
Menntavísindastofnun Háskóla Íslands
Höfundur: Ingibjörg Kjartansdóttir
Umsjón: Skúli B. Geirdal