Axlarhyrnuliðhlaup : árangur meðferðar á slysadeild Borgarspítalans 1974-1983

Haukur Árnason, Jón Karlsson, Kristján Sigurjónsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Forty-seven patients with acute Allman type III acromio-clavicular dislocations were treated with open reduction and coraco-acromial ligament transfer. In a follow-up study, 1.6-10 years (mean 6 years) postoperatively 44 patients (94%) had excellent or good results and 3 (6%) fair or poor. Two patients with unsatisfactory results had degenerative joint changes and one subluxation occurred. No complete dislocation was found. Complications were infrequent and cosmetic results satisfactory. The functional results are satisfactory in the majority of patients, equal to or better than previously published reports.
Enn í dag ríkir talsverður ágreiningur um öruggustu meðhöndlun á liðhlaupi í axlarhyrnulið. Liðhlaupum í axlarhyrnulið er að öllum jafnaði skipt í þrjú stig (1). Við fyrsta stigs liðhlaup er um að ræða tognun og hlutarof á liðböndum og liðpoka milli axlarhyrnu og ytri enda viðbeins, án áverka á liðbönd milli krummahyrnu og viðbeins (lig. conoideum og lig. trapezoideum). Við annars stigs liðhlaup eru liðpoki og liðbönd milli axlarhyrnu og viðbeins rofin, en liðbönd milli krummahyrnu og viðbeins heil og er því um að ræða hlutaliðhlaup (subluxation) í axlarhyrnuliðnum. Við þriðja stigs liðhlaup eru öll ofannefnd liðbönd og liðpoki rifin og er því um að ræða fullkomið liðhlaup (total luxation). Mikilvægur hluti af 3. stigs liðhlaupi er einnig áverki á festur axlarvöðva (m. deltoideus) og sjalvöðva (m. trapezoideus) við ytri enda viðbeins (2) (sjá mynd 1). Flestir höfundar ráðleggja óblóðuga meðhöndlun 1. og 2. stigs liðhlaups. Áhersla er þá lögð á hreyfi- og styrktarþjálfun axlar, svo fljótt sem verkir leyfa. Árangur er yfirleitt talinn viðunandi. Sé árangur ekki fullnægjandi, einkum með tilliti til verkja, er hægt að framkvæma skurðaðgerð, þar sem einfaldast er að fjarlægja ytri enda viðbeins (3). Hins vegar ríkir verulegur ágreiningur um öruggustu meðhöndlun á 3. stigs liðhlaupi (total acromioclavicular luxation) þ.e. hvort gera skal skurðaðgerð eða ekki. Skurðaðgerð hefur verið ráðlögð við meðhöndlun 3. stigs liðhlaups þar sem óstöðugt viðbein getur valdið þrýstingseinkennum og kvartanir um verk, óstöðugleika, aflleysi og þreytu eru algengar (4-8). Ómeðhöndlað veldur meiðslið einnig verulegu útlitslýti. Yfir 30 mismunandi skurðaðgerðum hefur verið lýst til viðgerðar á þessum áverka (9). Nokkrar rannsóknir hafa hins vegar sýnt viðlíka árangur eftir óblóðuga meðhöndlun eins og eftir skurðaðgerð (9-13). Fáeinir höfundar (5, 14-17) hafa áður lýst tilfærslu á liðbandi milli axlarhyrnu og krummahyrnu (lig. coracoacromiale, sjá mynd 2) við meðhöndlun á 3. stigs liðhlaupi. Þessar aðgerðir eru þó allar að meira eða minna leyti tæknilega frábrugðnar þeirri, sem hér verður lýst. Skurðaðgerð hefur verið meginaðferð við meðhöndlun á þriðja stigs axlarhyrnuliðhlaupi á Slysadeild Borgarspítalans, frá 1973. Fyrsta og annars stigs liðhlaup eru hins vegar meðhöndluð án skurðaðgerðar. Markmið þessarar samantektar er að gera grein fyrir árangri meðhöndlunar á 3. stigs axlarhyrnuliðhlaupi á Slysadeild Borgarspítalans á 10 ára tímabili, þ.e. 1974-1983.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 15 Aug 1988

Other keywords

  • Axlir
  • Acromioclavicular Joint

Cite this