Athugun á próffræðilegum eiginleikum Spurninga um styrk og vanda í hópi 5 ára barna á Íslandi

Agnes Huld Hrafnsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Í þessari rannsókn var spurningalistinn Spurningar um styrk og vanda (The Strengths and Difficulties Questionnaire) sem Robert Goodman (Goodman, 1997) hefur þróað og þýddur hefur verið á íslensku, lagður fyrir foreldra 318 fimm ára barna og leikskólakennara 272 þeirra í Reykjavík. Listanum er ætlað að meta hegðun, tilfinningalega líðan og félagshæfni barna og unglinga á aldrinum 4 til 16 ára. Rannsóknin var gerð í þeim tilgangi að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu listans. Framkvæmd var leitandi þáttagreining á svörum foreldra og kennara og sýndu niðurstöður í báðum tilvikum fimm þætti (ofvirkni, hegðunarerfiðleikar, tilfinningavandi, vandi í samskiptum við jafnaldra og félagshæfni) sem voru að hluta til sambærilegir niðurstöðum erlendra rannsókna. Innri áreiðanleiki þáttanna var ófullnægjandi í flestum tilvikum, bæði hjá foreldrum (α=0,41 til 0,74) og kennurum (α=0,65 til 0,84). Fylgni á milli svara foreldra og kennara var frekar lág á öllum þáttunum fimm (r=0,17 til 0,38) sem þó er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Niðurstöðurnar benda því til að próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Spurninga um styrk og vanda séu ekki nægjanlega góðir í hópi fimm ára barna. Faglega var staðið að þýðingu listans hér á landi svo ólíklegt þykir að eiginleikar þýðingarinnar skýri niðurstöðurnar. Mögulega hefur aldur barnanna áhrif en engar erlendar rannsóknir eru til fyrir þennan aldurshóp sérstaklega. Rannsaka þarf próffræðilega eiginleika spurningalistans á Íslandi nánar í úrtökum með meiri aldursdreifingu.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2006

Other keywords

 • Mælitæki
 • Sjálfsmat
 • Börn
 • Spurningalistar
 • SAL12
 • Fræðigreinar
 • Child
 • Health Surveys
 • Questionnaires
 • Mental Health
 • Psychometrics
 • Personality Inventory

Cite this