Athafnir og þátttaka eldri borgara: Lýðgrunduð rannsókn á 65 til 91 árs íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Tilgangur Meðalævilengd Íslendinga fer stöðugt hækkandi og á sama tíma eru vaxandi kröfur um að aldraðir eyði ævikvöldinu í heimahúsum. Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði. Aðferð rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og byggðist á heildarúrtaki allra íbúa rannsóknarsvæðisins sem höfðu náð 65 ára aldri og bjuggu heima. Þátttakendur voru 68 konur og 61 karl á aldrinum 65–91 árs (þátttökuhlutfall=80,1%). gögnum var safnað með staðlaða mælitækinu „Efri árin, mat á færni og fötlun“ þar sem þátttakendur meta erfiðleika sína við athafnir,tíðni þátttöku sinnar og takmörkun sína á þátttöku. niðurstöðurnar eru á jafnbilakvarða (0–100) þar sem fleiri stig þýða minni erfiðleika við athafnir, tíðari þátttöku eða minni takmörkun á þátttöku. niðurstöður voru bornar saman eftir kyni og aldurshópum (65–74 ára og 75–91 árs) og marktektarmörk sett við p<0,05. Niðurstöður Í heildina álitu karlar erfiðleika sína við athafnir minni (M=68,0) en konur (M=61,3) og hið sama gilti um yngri aldurshópinn (M=72,2) miðað við þann eldri (M=57,4). konur tóku oftar þátt í athöfnum (M=51,9) en karlar (M= 49,2) og yngri aldurshópurinn (M=52,0) var einnig virkari en sá eldri (M= 49,3). Eldri hópurinn taldi þátttöku sína líka takmarkaðri en sá yngri (M=68,8 og M=78,8). Þátttakendur lýstu ýmiss konar hindrunum sem eldri borgarar þurfa að yfirstíga til að eiga möguleika á að sjá um sig sjálfa og að taka þátt í samfélaginu. Ályktanir niðurstöðurnar gefa innsýn í athafnir og þátttöku eldri borgara á afmörkuðu dreifbýlu svæði og hafa hagnýtt gildi fyrir öldrunarþjónustu á rannsóknarsvæðinu.
Aim: The mean life expectancy for icelanders is steadily growing at the same time as there are increasing demands that older people stay in their own homes. in southern Westfjords, 13.6% of the residents were 65 years or older in the year 2013. The purpose of this study was to investigate daily activities and participation among community-dwelling older people in this area. Method: a descriptive cross-sectional design was used and the sample consisted of all community-dwelling residents, 65 years or older. Participants were 68 women and 61 men, aged 65–91 years (participation rate=80.1%). Data was collected with the Late Life function and Disability instrument where participants self-assessed their difficulties in activities as well as frequency and limitations of participation. The instrument provides interval scale scores (0-100) where a higher score means less difficulties in activities, more frequent participation, and less participation restrictions. Data was analysed by gender and age-groups (65–74 years and 75–91 years) and statistical significance set at p<0.05. Results: Overall, men reported less difficulties in activities (M=68.0) than women (M=61.3), and the same was true for the younger age-group (M=72.2) compared to the older (M=57.4). frequency of participation was higher for women (M=51.9) than men (M=49.2) and also higher for the younger age-group (M=52.0) than the older (M=49.3). Moreover, the older age-group experienced their participation to be more limited than the older group (M=68.8 and M=78.8). Participants described variety of barriers that older citizens have to overcome for participation in self-care and social life. Conclusion: The results provide valuable information on activities and participation of older residents in a rural setting and have practical implications for community services in the research area.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - 2018

Other keywords

  • Aldraðir
  • Dreifbýli
  • Félagslegar aðstæður
  • Aged
  • Aged, 80 and over
  • Social Participation
  • Rural Population

Cite this