Atferlismeðferð við áráttu og þráhyggju hjá karlmanni með geðklofa : einsaga

Guðrún Íris Þórsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Þessi rannsókn fjallar um meðferð á karlmanni, sem var greindur með geðklofa og áráttu og þráhyggju. Atferlismeðferð var notuð til að minnka áráttu en þráhyggjan var ekki meðhöndluð sérstaklega. Stigveldislisti var gerður í samráði við skjólstæðing. Meðferð hófst á því sem vakti minnstan kvíða. Meðferð tók 22 skipti og stóð yfir í tvo til fjóra klukkutíma í senn. Sálfræðingur leitaðist við að hindra skjólstæðing í að endurtaka þá hegðun sem hann framkvæmdi í því skyni að minnka kvíða. Skjólstæðingur var einnig látinn gera það sem hann forðaðist. Áhrif meðferðar voru metin með sjálfsmatsspurningalistum sem mæla kvíða- og þunglyndiseinkenni og einkenni áráttu og þráhyggju. Listarnir voru lagðir fyrir alls fjórum sinnum meðan á meðferð stóð og einnig tvisvar sinnum eftir að meðferð lauk, við fjögra og sjö mánaða eftirfylgd. Helstu niðurstöður voru þær að þunglyndi, kvíði og áráttu- og þráhyggjueinkenni minnkuðu talsvert. Við eftirfylgd 7 mánuðum eftir meðferð hafði árátta og þráhyggja aukist lítillega en kvíða- og þunglyndismælingar höfðu lækkað enn frekar. Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir að það geti verið tímafrekt að meðhöndla áráttu- og þráhyggjueinkenni hjá fólki með geðklofa þá geti það samt skilað umtalsverðum árangri.
This study describes a treatment of a male diagnosed with schizophrenia and obsessive compulsive disorder (OCD). Behavioural treatment was used to reduce compulsions but obsessions were not treated specially. A hierarchy list was composed. Treatment started with those things that caused the least anxiety. Treatment consisted of 22 sessions, each session lasting for two to four hours. The therapist endeavoured to prevent the patient from repeating patterns of behaviour that were meant to reduce anxiety. The patient was also encouraged to do things he used to avoid. The effect of treatment was evaluated with self-report questionnaires measuring anxiety, depression and obsessive-compulsive behaviour. The main findings are that the patient‘s depression, anxiety and obsessivecompulsive behaviour declined considerably. When assessed 7 months after treatment, OCD symptoms had increased a little but anxietyand depression levels had declined even further. Treating OCD is time-consuming but possible in patients with schizophrenia.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2006

Other keywords

 • Þráhyggja
 • Atferlismeðferð
 • Árátta
 • Geðklofi
 • SAL12
 • Fræðigreinar
 • Obsessive-Compulsive Disorder
 • Anxiety Disorders
 • Obsessive Behavior
 • Schizophrenia
 • Cognitive Therapy

Cite this