Anders Jahre-verðlaunin

Sigurður Ingvarsson*

*Corresponding author for this work

Research output: Contribution to journalComment/debate

Abstract

Ákveðið hefur verið að norsku prófessorarnir Edvard I. Moser og May-Britt Moser hljóti Anders Jahre-verð launin í líf-og læknisfraeði árið 2011. Þau starfa við Tækni-og náttúruvísindaháskólann í Þrándheimi og við Kavli-stofnunina í taugakerfisvísindum. Edvard og May-Britt fá verðlaunin fyrir brautryðjandi rannsóknir á byggingu og starfsemi taugakerfisins í tilraunadýrum, sérstaklega fyrir uppgötvanir á áður óþekktum heilafrumum (grid cells) sem eru mikilvægar fyrir þrívíddarskyn og minni. Rannsóknaparið og samstarfsfólk þeirra hafa uppgötvað og lýst áður óþekktum frumum sem vinna úr upplýsingum og miðla þeim áfram, en það gerir lífverum kleift að staðsetja sig, að skynja og muna í þrívídd. Þessar frumur eru hluti af dreifikerfi sem tengir upplýsingar og miðlar þeim milli mikilvægra hluta heilans. Uppgötvanirnar hafa vakið heimsathygli á fræðasviðinu og auka skilning á heilastarfsemi, einkum á því hvernig heilafrumur vinna úr upplýsingum og miðla þeim áfram. Vísindamennirnir hafa meðal annars fengið fjárhagslegan stuðning frá Kavli-samtökunum og Norska rannsóknaráðinu til að byggja upp öflugt rannsóknasetur í Þrándheimi þar sem vísindamenn víðsvegar að úr heiminum starfa. Nánari upplýsingar um rannsóknirnar má finna á vefsíðunni www.ntnu.no/cbm/. Anders Jahre-verðlaunin til yngri vísindamanna árið 2011 hljóta prófessorarnir Johanna Ivaska, Háskólanum í Turku, og Søren Paludan, Árósaháskóla. Johanna fær verðlaunin fyrir rannsóknir á dreifingu krabbameinsfruma innan líkamans og Søren fyrir rannsóknir á varnarkerfi líkamans gegn veirusýkingum.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)489
Number of pages1
JournalLaeknabladid
Volume97
Issue number9
Publication statusPublished - 2011

Cite this