Alvarleg gula hjá nýburum - nýgengi og áhættuþættir

Translated title of the contribution: Incidence and risk factors for severe hyperbilirubinemia in term neonates

Asa Unnur Bergmann, Þórður Þórkelsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

INNGANGUR
Nýburagula orsakast af auknu magni gallrauða í vefjum og blóði nýbura fyrstu dagana eftir fæðingu. Yfirleitt þarf ekki að meðhöndla nýburagulu en ef styrkur gallrauða í blóði verður of mikill getur hann valdið langvarandi heilaskaða. Vegna algengis nýburagulu er mikilvægt að meta áhættuþætti alvarlegrar gulu og vægi þeirra. Í þessari rannsókn var kannað nýgengi og áhættuþættir alvarlegrar nýburagulu hjá börnum sem fengu meðferð á Landspítala á tímabilinu 1997-2018.

EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Gerð var afturskyggn tilfella-viðmiðarannsókn á fullburða nýburum sem hlutu meðferð á Landspítala á árunum 1997-2018 og mældust með ≥350 µmól/L af gallrauða í blóði. Almennum upplýsingum um meðgöngu, ástand barns við fæðingu og greiningu og meðferð gulu var safnað. Alls greindust 339 börn með alvarlega gulu og fundin voru jafnmörg viðmið.

NIÐURSTÖÐUR
Nýgengi alvarlegrar nýburagulu hjá börnum fæddum á Landspítala eftir fulla meðgöngu var 0,52% yfir allt tímabilið. Þrjátíu og þrjú prósent barnanna greindust við hefðbundna nýburaskoðun á fimmta degi eftir fæðingu. Þekktan meiriháttar áhættuþátt var að finna hjá 16% tilfella. Algengastir voru ABO-blóðflokkamisræmi og höfuðmargúll. Aðeins eitt barn var með alvarlega gulu vegna Rh-blóðflokkamisræmis. Við fjölþáttagreiningu voru marktækir áhættuþættir styttri meðgöngulengd, mar við fæðingu, karlkyn, heimför af spítalanum innan 36 klukkustunda og þyngdartap fyrstu dagana eftir fæðingu.

ÁLYKTANIR
Snemmútskrift af spítala og þyngdartap fyrstu dagana eftir fæðingu voru sjálfstæðir áhættuþættir fyrir alvarlegri nýburagulu. Flest barnanna greindust við 5 daga skoðun barnalæknis. Hvort tveggja er vísbending um að hægt sé að bæta eftirlit með nýburagulu í heimahúsi. Fylgjast þarf sérstaklega vel með gulu hjá snemmfullburða börnum (meðgöngulengd 37-38 vikur). Drengir voru í aukinni áhættu á að fá alvarlega nýburagulu, sem er athyglisvert í ljósi þess að neikvæð áhrif gallrauða á lærdómsgetu virðist meiri hjá drengjum en stúlkum.

INTRODUCTION: Newborn jaundice is caused by increased levels of bilirubin in the blood of the newborn during the first days after birth. Generally, neonatal jaundice does not need to be treated, however, if the blood bilirubin concentration becomes too high, it can cause neurological damage. Due to the prevalence of neonatal jaundice, it is important to assess its risk factors and their importance. This study at the National University Hospital of Iceland from 1997-2018, determines the risk factors for severe neonatal jaundice and their significance.

MATERIAL AND METHODS: This was a retrospective case control study conducted at the National University Hospital of Iceland. It included all newborns diagnosed with severe jaundice (≥350 micromol/L) following a pregnancy of at least 37 weeks that were treated at the National University Hospital of Iceland from 1997 until 2018. General information on the pregnancy, health of the child at birth, as well as the diagnosis and treatment of jaundice was collected. 339 children met the inclusion criteria for this study. For each child diagnosed with severe jaundice one control was found.

RESULTS: The incidence of severe jaundice from 1997 to 2018 was 0.52%. Of the 339 children, 16% were found to have a known significant risk factor for severe neonatal jaundice. The most common were ABO incompatibility and cephalohematoma. Only one child had severe neonatal jaundice because of Rhesus incompatibility. Regression analysis revealed the significant risk factors as followins: shorter pregnancy, bruising at birth, male gender, discharge before 36 hours after birth and relative weight loss the first five days of life. 33% were diagnosed during a -routine doctor's examination five days after birth.

CONCLUSION: Early discharge from the hospital and -relative weight loss the first few days after birth are significant independent risk factors for severe neonatal jaundice. Most cases were diagnosed during a routine doctors five-day check- up. This indicates that there is room for improvement in the evaluation of jaundice in post-natal home care. Monitoring of neonates with Rhesus incompatibility in Iceland exemplary. Boys are at an increased risk for severe neonatal jaundice. It is espe-cially noteworthy given that the negative effect of jaundice on learning ability appears to be greater in boys than in girls.

Translated title of the contributionIncidence and risk factors for severe hyperbilirubinemia in term neonates
Original languageIcelandic
Pages (from-to)139-143
Number of pages5
JournalLæknablaðið
Volume106
Issue number3
DOIs
Publication statusPublished - 4 Mar 2020

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Incidence and risk factors for severe hyperbilirubinemia in term neonates'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this