AIS-ISS kerfi við mat á afdrifum slasaðra á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1980-1984

Þorbjörg Magnúsdóttir, Bergþóra Ragnarsdóttir, Bjarni Torfason

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

This is an account of a retrospective study on 401 trauma patients who were admitted to the Intensive Care Unit at The Reykjavik City Hospital in Reykjavik, Iceland, over a five years period (1980-1984). The aim of the study was to evaluate the outcome in accident cases by comparing the results of this study with results from other hospitals, using The Abbreviated Injury Scale (AIS) and The Injury Severity Score (ISS). Excluded from the study were patients with only femoral neck fracture and patients with chronic subdural hemmorrhage, no burn patients were in this study, as they were admitted elsewhere. The patients' age was from two months to 86 years, with mean age of 29.9 years. There were 285 male patients and 116 female. The patients were divided into 8 groups depending on cause of injury. The two most prominent groups were road traffic accidents 53.6% and falls 27.9%. The injuries were analysed by AIS-1980, and ISS was determined for each patient. Trauma to one region only was found in 34% of the patients and to more than one region in 66%. ISS scores less than 20 were found in 55.1% (221/401) of the patients and ISS scores > 20 in 44.9% (180/401). Mortality within 30 days was 10.2% but overall hospital mortality rate was 11.5% and 24.4% for the more severily injured, who had sustained ISS 20 and higher. There was a significant difference in mortality rate in patients less than 50 years, who had 7.8% mortality, and patients 50 years and older, who had 25.6% mortality. Central nervous system injury was the primary cause of death in 67.4% of the 46 patients who died and 19.6% died of complications, such as multible organ failure, sepsis or pulmonary infections. The conclusion is that the quality of treatment in our unit under this period was well acceptable.
Afturskyggn könnun var gerð á 401 sjúklingi, sem lent hafði í slysi og lagður á gjörgæsludeild Borgarspítalans frá 1. janúar 1980- 31. desember 1984. Áverkar hinna slösuðu voru metnir eftir »The Abbreviated Injury Scale (AIS)« - 1980 og út frá því reiknað »The Injury Severity Score (ISS)« fyrir hvern sjúkling. Karlar voru 285 og konur 116, meðalaldur 29.9 ár. Flest slysin eða 62% urðu á Reykjavíkursvæðinu, í öðru þéttbýli 13%, 22% í dreifbýli og 3% annars staðar. Sjúklingunum var skipt í átta flokka eftir orsök slyssins. Flestir lentu í umferðarslysum (53.6%) og næst flestir í fallslysum (27.9%). Þeir sem höfðu fengið áverka á fleiri en einu svæði líkamans voru alls 265. Algengastir voru höfuð- eða hálsáverkar, eða hjá 63% sjúklinga alls, og næst komu útlima-eða mjaðmagrindaráverkar hjá 38%. Af þeim sjúklingum, sem höfðu áverka á einu svæði voru 85 með höfuð- eða hálsáverka, 20 með brjóstholsáverka og 16 með kviðarholsáverka, en færri á öðrum svæðum. Þeir, sem höfðu áverka metna á ISS < 20 voru 55.1% af heildinni, en með ISS > 20 voru 44.9%, þeir áverkar eru taldir til mjög alvarlegra eða lífshættulegra áverka. Höfuðslys eru mjög mörg í þessari könnun, enda eru sjúklingar með alvarlega höfuðáverka frá landinu öllu lagðir inn á deildina. Dánartíðni vegna höfuð- og hálsáverka reyndist hærri á ISS-bili 20-29 en hjá þeim, sem höfðu slasast á öðrum líkamssvæðum, en með sama ISS. Aldur hefur veruleg áhrif á dánartíðni, en hún vex við hækkandi aldur, einkum í lægri ISS flokkum. Við samanburð á dánartíðni tveggja aldurshópa, 0-49 ára og 50 ára og eldri, var dánartíðni þeirra sem voru 50 ára. og eldri rúmlega þrisvar sinnum hærri en hinna yngri. Þeir yngri höfðu meiri möguleika á að lifa af lífshættulega áverka. Dánartíðni innan 30 daga var 10.2%, en dánartíðni yfir heildina fyrir þessa sjúklinga var 11.5% á sjúkrahúsinu, og hjá þeim, sem voru með ISS > 20 var dánartíðni 24.4%, og er það svipaður árangur og ekki lakari en niðurstóður annarra rannsókna frá svipuðum tíma.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Apr 1991

Other keywords

  • Áverkar
  • Gjörgæsla
  • Slys
  • Accidents
  • Injury Severity Score
  • Intensive Care Units
  • Retrospective Study

Cite this