ADHD meðal barna og unglinga: samsláttur við aðrar raskanir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er ein algengasta ástæðan fyrir tilvísunum barna í geðheilbrigðistengda þjónustu. Samsláttur ADHD við aðrar raskanir er svo tíður að algengara er að börn greinist með einhverja röskun til viðbótar heldur en eingöngu ADHD. Tilgangur þessarar greinar er að veita yfirlit yfir rannsóknir á tíðni samsláttar ADHD við aðrar raskanir meðal barna og unglinga. Fjallað er um helstu geð- og taugaþroskaraskanir sem greinast samhliða ADHD, tíðni þeirra skoðuð út frá mismunandi aðferðum rannsókna og fjallað um íslenskar rannsóknir þar sem þær eru til. Algengustu greiningarnar reyndust vera mótþróaþrjóskuröskun og kvíðaraskanir með allt að 40% tíðni. Lyndisraskanir voru einnig algengar, með um 20% tíðni, en raskanir á einhverfurófi og kipparaskanir voru sjaldgæfari. Lítið er til af íslenskum rannsóknum, en þær sem til eru benda til mjög hárrar tíðni samsláttar, einkum við kvíðaraskanir og þunglyndi. Þar sem viðbótargreiningar hafa neikvæð áhrif á framvindu barna með ADHD er nauðsynlegt að fagaðilar sem vinna með þessum hópi skimi reglulega fyrir þessum röskunum og fylgist vel með framvindu einkenna. -
Attention Deficit Hyperactivity Disorder (ADHD) is one of the most common reasons for referrals in child mental health services. Comorbidity with other disorders is so frequent that children are more commonly diagnosed with an additional disorder than ADHD alone. The purpose of this article is to provide a review of research on the prevalence of various comorbid disorders among children and adolescents with ADHD. The most common psychiatric and neurodevelopmental disorders are discussed, their prevalence examined and studies compared in terms of research methods. Icelandic studies are included whenever possible. The most prevalent comorbid disorders were oppositional defiance disorder and anxiety disorders (up to 40%). Mood disorders were also prevalent (up to 20%) while autism spectrum disorders and tic disorders were reported at a lower rate. Icelandic studies are sparse but available data suggests a high frequency of comorbidity, especially with anxiety disorders and depression. As additional diagnoses negatively impact the progress of children with ADHD, it is essential that professionals working with this group of children regularly screen for these disorders and closely monitor the course of symptoms. Keywords: ADHD, comorbidity, children, psychopathology, epidemiology.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 18 Apr 2018

Other keywords

  • ADHD
  • Börn
  • Faraldsfræði
  • Attention Deficit Disorder with Hyperactivity
  • Child
  • Epidemiology
  • Comorbidity

Cite this