Að skima eftir ristilkrabbameini : hvers vegna, hvernig og hvenær? [ritstjórnargrein]

Ásgeir Theodórs

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Á undanförnum árum hefur víða verið rætt um ristilkrabbamein þar eð niðurstöður stórra slembi­rannsókna (1-3) hafa sýnt að unnt er að fækka dauðsföllum af völdum sjúkdómsins með því að skima eftir blóði í hægðum. Þá eru vísbendingar um að ekki skipti máli hvaða leitaraðferð sé beitt (blóðskimun í hægðum, stutt ristilspeglun, alrist­il­speglun eða röntgenmynd af ristli), allar skili nokkrum árangri, en mismiklum. Margt bendir til að besta rannsóknin sé alristilspeglun. Sú rannsókn krefst verulegs undirbúnings, dýrs tækjabúnaðar og flókins, sérmenntaðra starfskraftra, og góð aðstaða þarf að vera fyrir hendi. Rannsóknin sem kostar um 30 þúsund krónur er ekki án fylgikvilla (holgötun, blæðing), en alvarlegir fylgikvillar sjaldgæfir (dauðsföll 0,01-0,03%).
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jul 2006

Other keywords

  • Krabbamein
  • Ristilkrabbamein
  • LBL12
  • Ritstjórnargreinar
  • Colonic Neoplasms
  • Iceland
  • Humans
  • Mass Screening

Cite this