Að sinna sjúklingum á þeirra forsendum : reykleysismeðferð í hjúkrunarfræðilegu samhengi

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The risk of disease and premature death is gaining increased attention in relation to health life style and quality of life. Concurrently those who still smoke may be expected to find themselves in a tight corner. Assistance to smokers needs to be increased considerably and tailored to the needs of individual smokers. In this paper a brief overview of the history of smoking cessation treatment in Iceland is given, in addition to an overview of conventional smoking cessation treatments. Attention is drawn to smoking cessation provided by nurses and that they place them within core values in nursing: the nurse-patient relationship, characterized by caring, presence, equality and respect for patients experiences. Results form a study on an intervention for people with lung diseases are presented showing 52% abstinence 12 months from the beginning of the treatment. The main theme in the patients’ and nurses’experiences was: Being oneself and doing to one’s best - Meeting patients where they are. The number of people in Iceland who smoke is decreasing. Still, there are far too many who still smoke. Smoking cessation treatment is cost-effective. Health authorities should put effort into making effective and accessible smoking cessation treatment possible for all citizens
Skaðsemi tóbaksnotkunar verður sífellt fyrirferðarmeiri í umræðum um heilbrigðan lífsstíl og lífsgæði. Samtímis má búast við því að þeir sem reykja finnist sem þeir verði æ meiri hornrekur í samskiptum við annað fólk. Aðstoð til reykleysis þarf því að efla verulega og sníða að flóknum veruleika fólks sem reykir. Í þessari grein er reifuð saga reykleysismeðferðar á Íslandi og tilgreind helstu atriði hefðbundinnar reykleysismeðferðar. Lögð er áhersla á að reykleysismeðferð hjúkrunarfræðinga þurfi að byggjast á grundvallargildum hjúkrunarstarfsins: tengslum sem einkennast af umhyggju, nærveru, jafnræði og virðingu fyrir reynsluheimi skjólstæðinga. Lýst er niðurstöðum meðferðarrannsóknar fyrir fólk með lungnasjúkdóma. Allt að 52% sjúklinga voru reyklaus ári eftir að þeir hófu meðferð á sjúkradeild. Meginstef í reynslu sjúklinga og hjúkrunarfræðinga var: Að vera maður sjálfur og gera sitt besta - Að sinna sjúklingum á þeirra forsendum. Á Íslandi hefur fólki, sem reykir, fækkað á undanförnum árum. Engu að síður eru allt of margir sem enn reykja. Reykleysismeðferð er hagkvæm og árangursrík og ættu heilbrigðisyfirvöld að kappkosta að gera öllum landsmönnum kleift að fá öfluga og aðgengilega reykleysismeðferð. Lykilorð: Reykleysismeðferð, hjúkrunarfræði, hjúkrunarmeðferð, „transtheoretical model“, lungnasjúklingar.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - 1 Mar 2006

Other keywords

 • Vísindasaga
 • Reykingar
 • Tóbaksvarnir
 • Hjúkrunarfræði
 • Kennsla
 • Forvarnir
 • Öndunarfærasjúkdómar
 • HJU12
 • Fræðigreinar
 • Lung Diseases
 • Iceland
 • Smoking
 • Tobacco Use Disorder
 • Smoking Cessation

Cite this