Að nota lyf þegar hætt er að reykja [ritstjórnargrein]

Þorsteinn Blöndal

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Það er gagnlegt að eiga fleiri valkosti en nikótínlyf þegar glímt er við reykingar. Reykingar valda krabbameinum og flýta fyrir æðakölkun. Þær leiða einnig til kransæðasjúkdóms, æðaþrengsla í fótum, æðagúls og heilaslags. Dýratilraunir gefa til kynna að nikótín geti stuðlað að æðakölkun en engin afgerandi gögn um það hafa komið fram við rannsóknir á mönnum (1). Það er ekki unnt að fullyrða að nikótín sé skaðlaust í þessu tilliti þótt alltént megi segja að nikótín eitt sér sé skárra en reykingar.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jan 2001

Other keywords

  • Reykingar
  • Lyf
  • Sjúkdómar
  • LBL12
  • Smoking
  • Nicotine

Cite this