Að hvaða marki hefur mismunandi fjárhagsleg staða sveitarfélaga áhrif á vinnuumhverfi starfsfólks?

Research output: Contribution to conferenceAbstract

Abstract

Íslensk sveitarfélög hafa lögbundnar skyldur til að sinna þeim verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og veita íbúum sínum grunnþjónustu. Þau gegna einnig þýðingarmiklu hlutverki sem vinnuveitendur og eru íslensk sveitarfélög sem heils stærsti vinnuveitandi í landinu. Laun og launatengd gjöld eru um 60% af skatttekjum þeirra. Fjárhagsstaða íslenskra sveitarfélaga er misjöfn og því eru þau misjafnlega í stakk búin til að uppfylla lögbundnar skyldur sínar. Fram kom í ræðu formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heiðu Bjargar Heimisdóttur, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga haustið 2022 að um helmingur sveitarfélaganna uppfylli ekki lágmarksviðmið um fjárhagslega sjálfbærni og um síðustu áramót kom fram í fréttum hjá sambandinu að útlit sé að 15 stærstu sveitarfélögin mun skila hallarekstri fjórða árið í röð. Í því ljósi er áhugavert að skoða hvort að fjárhagsstaða sveitarfélaganna hafi áhrif á það hvernig vinnuveitendur þau eru.
Í erindinu verður fjallað um nokkur íslensk sveitarfélög og mismunandi fjárhagsstöðu þeirra og getu til að veita íbúum sínum lögbundna þjónustu. Einnig verður skoðað hvernig sveitarfélögin hlúa að starfsfólki sínu og hvort fjárhagslega staða þeirra hafi áhrif líðan starfsfólks á vinnustað, vinnuálag, stjórnun og stjórnunarhætti. Horft verður til sálfélagslegra þátta í vinnuumhverfinu.
Original languageIcelandic
Publication statusPublished - 3 Jun 2023
EventRáðstefna um íslenska þjóðfélagið 2023. : Skautun í íslensku samfélagi - University of Akureyri, Akureyri, Iceland
Duration: 2 Jun 20233 Jun 2023
Conference number: 15
http://unak.is

Conference

ConferenceRáðstefna um íslenska þjóðfélagið 2023.
Country/TerritoryIceland
CityAkureyri
Period2/06/233/06/23
Internet address

Cite this