Að fá biskup í augað [ritstjórnargrein]

Katrín Fjeldsted

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Miklar umræður hafa spunnizt í kjölfar alvarlegra höfuðáverka sem hlutust í hnefaleikakeppni hérlendis í nóvember 2003, og ekki að ófyrirsynju. Það var ekki spurning um hvort slíkt myndi gerast heldur hvenær. Þrjár atlögur voru gerðar að því á alþingi á síðasta kjörtímabili að fá áhugamannahnefaleika lögleidda á Íslandi og eftir heiftarlegar sennur þar sem daufheyrzt var við öllum skynsamlegum rökum gegn málinu var það því miður samþykkt í febrúar 2002. Undirrituð sat á þingi það kjörtímabil fyrir Reykvíkinga og var eini læknirinn á þingi og talaði þrjá langa og þrjá breiða svo til höfuðáverka af þessu tagi þyrfti ekki að koma. Þrátt fyrir það var málið kýlt í gegn í þremur lotum.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jan 2004

Other keywords

  • Höfuðáverkar
  • Hnefaleikar
  • LBL12
  • Boxing
  • Head Injuries

Cite this