Að eldast heima: reynsla og óskir

Sólborg Sumarliðadóttir, Kristín Björnsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

All projections indicate that the number of elderly individuals will rise sharply in the near future. It is the policy of the Icelandic government to help elderly people to live in their own homes for as long as possible. This is also the preference of elderly individuals themselves. Therefore, it is important to develop knowledge in relation to the experience of the elderly of living in their own homes. The purpose of this study was to describe how the frail elderly experience living in their own home and what kind of assistance and living environment they consider necessary to continue independent living. This was an interpretative­phenomenological study and was conducted in collaboration with the primary health care in the greater Reykjavík area. Eight elderly individuals, four men and four women who were waiting for nursing home placement and lived in their own homes, were interviewed. The interviews were analyzed and interpreted to meet the purpose of the study. The findings revealed that most participants enjoyed living in their own homes and planned to continue living there for as long as possible. They lived for each day and were content with life at home. However, they evinced a clear sense of insecurity owing to deteriorating health which was the main reason for considering moving to a nursing home. Many of them had experienced prolonged hospital stays and dreaded another downturn in health. The assistance from the public care system and families, in addition to good accommodation, were considered necessary to continue residence at home. Those living in so­called “service flats” for the elderly were particularly satisfied with their situation and experienced security. Nurses must assess the health and wellbeing of the frail elderly and organize appropriate services in participation with them. In addition, the family must be supported in its care giving and consulted when services are organized.
Allar spár benda til þess að eldri borgurum muni fjölga á komandi árum. Stefna íslenskra stjórnvalda er að aldraðir geti búið á heimilum sínum sem lengst og það er einnig vilji eldri borgara sjálfra. Því er mikilvægt að efla þekkingu á reynslu aldraðra af því að búa heima. Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa reynslu eldri borgara, sem hafa átt við veikindi að stríða og búa við dvínandi færni til sjálfsumönnunar, af því að búa á eigin heimili. Jafnframt að lýsa þeirri aðstoð og aðstæðum sem eldri borgarar telja að þörf sé á til að þeir geti haldið áfram að búa heima. Um er að ræða túlkandi fyrirbærafræðilega rannsókn sem unnin var í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tekin voru viðtöl við átta aldraða einstaklinga, fjórar konur og fjóra karla, sem biðu eftir hjúkrunarrými en bjuggu á eigin heimili. Viðtölin voru greind og túlkuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á reynslu þátttakenda og þá aðstoð sem þeir nutu og aðstæður sem þeir bjuggu við. Niðurstöður leiddu í ljós að flestum þátttakendum leið vel á heimili sínu og vildu reyna til þrautar að búa áfram heima. Þeir létu hverjum degi nægja sína þjáningu og undu hag sínum vel. Þó fundu þeir einnig fyrir öryggisleysi vegna versnandi heilsufars og það var helsta ástæða þess að flutningur á hjúkrunarheimili var hugleiddur. Margir þeirra höfðu dvalið á sjúkrahúsi í lengri eða skemmri tíma og óttuðust að verða aftur fyrir því. Aðstoð hins opinbera og fjölskyldu ásamt góðum aðstæðum á heimilinu voru forsenda fyrir áframhaldandi búsetu heima. Margir þátttakenda höfðu flust í þjónustuíbúð og lýstu ánægju sinni með það. Þeir töldu meira öryggi fylgja því að búa í slíkum íbúðum. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar meti heilsufar aldraðra, sem búa heima, og skipuleggi viðeigandi aðstoð í samráði við þá. Einnig þarf að veita fjölskyldum þeirra stuðning og hafa þær með í ráðum.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - Jun 2011

Other keywords

  • Heimahjúkrun
  • Öldrunarþjónusta
  • Aldraðir
  • Dvalarheimili aldraðra
  • Nursing Homes
  • Aged

Cite this