Þunglyndiskvarði fyrir börn (Children’s Depression Inventory) - Kerfisbundið yfirlit yfir próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu

Guðrún M. Jóhannesdóttir, Linda R. Jónsdóttir, Guðmundur Á. Skarphéðinsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Þunglyndiskvarði fyrir börn (e. Children‘s Depression Inventory (CDI)) er notaður til skimunar á þunglyndiseinkennum barna og er í töluverðri notkun hérlendis. Markmið þessarar greinar er að meta próffræðilega eiginleika kvarðans í íslenskum úrtökum með kerfisbundnu yfirliti. Af 2.873 heimildum, sem höfundar skimuðu, stóðu 28 heimildir eftir um próffræðilega eiginleika CDI á Íslandi. Niðurstöður voru almennt svipaðar og erlendis. Eins og búast mátti við mældist meðaltal hærra í klínískum úrtökum en almennum og stúlkur skoruðu hærra en drengir. Innra samræmi heildartölu CDI var nokkuð hátt bæði í almennu og klínísku úrtaki. Samleitniréttmæti kom vel út þar sem CDI var með háa fylgni við aðra þunglyndiskvarða en niðurstöður rannsókna á aðgreiningarréttmæti voru ekki allar á sama máli þar sem fylgni CDI sýndi í sumum tilvikum háa fylgni við kvíðakvarða en í öðrum lága fylgni. Í einni rannsókn með innlagnarúrtaki úr BUGL kom í ljós að forspárréttmæti CDI var gott við alvarlega þunglyndisgreiningu DSM-IV en ekki við þunglyndisgreiningu ICD-10. Niðurstöður tveggja leitandi þáttagreininga sýndu að atriði hlóðust á þrjá þætti en ekki fimm eins og niðurstöður í stöðlunarúrtaki bentu til. Þörf er á frekari rannsóknum á forspárréttmæti, til dæmis á heilsugæslustöðvum og á göngudeildarúrtaki á BUGL. Mikilvægt er að kanna forspárréttmæti betur til að kanna notagildi til skimunar á börnum með þunglyndi. Einnig er þörf á frekari rannsóknum á staðfestandi þáttagreiningu og engar rannsóknir fundust á endurtektaráreiðanleika í íslensku úrtaki. Almennt virðast próffræðilegir eiginleikar CDI vera viðunandi miðað við sambærilega kvarða sem notaðir eru hérlendis. Helstu styrkleikar eru innra samræmi og hátt samleitniréttmæti. Efnisorð: þunglyndiskvarði fyrir börn, þunglyndi, Children’s Depression Inventory, CDI, kerfisbundið yfirlit, próffræðilegir eiginleikar, íslensk börn.
Children‘s Depression Inventory (CDI) is used to screen for symptoms of depression in children and is widely used in Iceland. The purpose of this article is to systematically review the psychometric properties of the CDI in Icelandic samples. Out of the 2,873 sources, which the authors screened, 28 sources remained that contained psychometric data of the CDI in Iceland. Overall, the psychometric properties were similar to previous studies of the CDI abroad. As expected, the mean was higher in clinical samples than in the general population, and girls scored higher than boys in said sample. Internal consistency of the total score for CDI was relatively high in both general and clinical samples. Concurrent validity was acceptable since CDI had strong correlation with other rating scales for depression. However, studies on discriminant validity showed inconsistancy in correlation to anxiety scales as some had strong correlation and others weak correlation. In one study, using inpatient sample, the predictive validity for CDI was acceptable for DSM-IV major depression but not for ICD-10 depression. We found two studies that reported on exploratory factor analysis. The results showed that items loaded on three factors, instead of five, as the result of what the standardized sample had indicated. Further research on predictive validity is needed, for example in primary health care centers and in clinical outpatient samples. Further information on the predictive validity could increase the utility of the CDI as a depression screening instrument. Additionally, further reasearch is needed on the factor structure test-retest reliability as we did not find any studies related to these topics. In general, the psychometric properties of CDI seem to be acceptable compared to other similar depression scales that are being utilized in Iceland. The main strengths of CDI in Iceland is high internal consistency and strong concurrent validity. Keywords: Children’s Depression Inventory, CDI, depression, systematic review, psychometric properties, Icelandic children
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2020

Other keywords

  • Sálfræðipróf
  • Skimun
  • Þunglyndi
  • Börn
  • Depressive Disorder
  • Child
  • Psychological Tests
  • Adolescent

Cite this