„Þetta er minn líkami en ekki þinn“ : sjálfræði og kynverund kvenna með þroskahömlun

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Í samningi Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 eru mannréttindi fatlaðs fólks viðurkennd að fullu og þar með talinn réttur þeirra til sjálfstæðrar ákvarðanatöku. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að öðlast skilning á upplifun og túlkun kvenna
með þroskahömlun á sjálfræði sínu og kynverund. Sjónum var auk þess beint að
þeim menningarbundnu og félagslegu þáttum sem hafa áhrif á og móta reynslu
þeirra og upplifun. Rannsóknin er eigindleg og voru tekin einstaklings- og rýnihópaviðtöl við 13 konur á aldrinum 26–46 ára. Helstu niðurstöður voru þær að konurnar upplifðu og þurftu að takast á við ýmsar hindranir er snertir sjálfræði þeirra
og ákvarðanatöku í daglegu lífi. Konurnar lýstu því hvernig þær hafa takmarkað aðgengi að fullorðinshlutverkum og oft á tíðum er litið á þær sem eilíf börn, kynlausar
verur eða konur með óstjórnlega kynhvöt. Niðurstöðurnar benda til þess að konur
með þroskahömlun hafi forsendur til að taka eigin ákvarðanir, en til þess þarf að
skapa þeim rými til athafna og veita þeim upplýsingar svo þær geti nýtt sér valkosti
í sínum aðstæðum á þann hátt sem þær kjósa. Talsverðar breytingar þurfa að eiga
sér stað í málefnum fólks með þroskahömlun, stefnumótun og þjónustu, til þess að
uppfylla megi grunngildi í samningí Sameinuðu þjóðanna um þau réttindi fatlaðs
fólks sem lúta að sjálfræði og sjálfstæðri ákvarðanatöku.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)1-17
JournalNetla
Publication statusPublished - 2011

Cite this