"Þau eru bara óheppin" : um skilning og notkun ófatlaðra ungmenna á fötlunarhugtökum

Kristín Björnsdóttir, Eiríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir

Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingConference contribution

Abstract

Börn læra snemma að greina umhverfi sitt og setja hluti, dýr, hegðun og fólk í flokka.
Um tíu ára aldur eru börn orðin meðvituð um mismunandi menningareinkenni eða
staðalmyndir sem hópum eru gefin og hafa lært að staðsetja sig í umhverfinu og
skilgreina hvaða hópum samfélagsins þau tilheyra (Major og O’Brien, 2005).
Félagsfræðingurinn Ervin Goffman (1963) hélt því fram að sumum hópum
samfélagsins sé lýst á mjög neikvæðan hátt og þeim gefin neikvæð menningareinkenni
(stigma) í þeim tilgangi að greina þá sem eru öðruvísi frá þeim eru venjulegir. Samfélagið
lítur svo á að fatlað fólk víki frá því sem talið er venjulegt og tilheyri hópi sem almennt
er skilgreindur og oft lýst á neikvæðan hátt. Í daglegu tali nota síðan meðlimir samfélagsins þessi orð og hugtök sem slanguryrði til að lýsa mörgu því sem talið er slæmt
eða neikvætt (Burn, 2000). Þar af leiðandi er áhugavert að skoða hvort íslenskir
unglingar þekki og geti skilgreint mismunandi fötlunarhugtök og hvort þeir noti þessi
hugtök í daglegum samskiptum. Hér verður sjónum einnig beint að skilningi þeirra á
aðstæðum fatlaðs fólks og mikilvægi þess að unglingum séu veittar raunsannar
upplýsingar um ólíka hópa samfélagsins.
Original languageIcelandic
Title of host publicationRannsóknir í félagsvísindum XI : félags- og mannvísindadeild
Subtitle of host publicationerindi flutt á ráðstefnu í október 2010
EditorsHelga Ólafs, Hulda Proppé
Pages141-149
ISBN (Electronic)978-9935-424-02-0
Publication statusPublished - 2010
EventÞjóðarspegillinn 2010 - Reykjavík, Iceland
Duration: 29 Oct 201029 Oct 2010

Conference

ConferenceÞjóðarspegillinn 2010
Country/TerritoryIceland
CityReykjavík
Period29/10/1029/10/10

Cite this