Þarmadrepsbólga nýbura á Íslandi

Atli Dagbjartsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Anna Björg Halldórsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Gunnar Biering

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

All cases of neonatal necrotizing enterocolitis in Iceland in 1976-1991 were reviewed. The diagnosis was searched for in the records of the departments of neonatology and pathology. The records of the 23 cases retrieved were all reviewed by the authors. Neonatal necrotizing enterocolitis in Iceland appeared as five sporadic cases in 1976-1985 and an epidemic of 18 cases in 1987-1990. This corresponds to an incidence of 0.12% in neonates in Iceland in the former period and 1% during the period of the epidemic. In this group of patients there were nine boys and 14 girls, with an average birthweight of 2266 gm (range 530-4286) and a gestational age of 33.7 weeks (range 24-42). Two (9%) had severe congenital malformations. Various pregnancy complications were found, including maternal preeclampsia, essential hypertension, diabetes, fever, urinary tract infection and early rupture of membranes. The placental histology had been studied in 10 cases, and 80% of these revealed abnormalities, i.e. significant degenerative changes, infarcts or acute inflammation. The average postnatal age at diagnosis was 8.7 days (range 1-26), 10 days for the five sporadic cases and 8.3 days during the epidemic. Conventional risk factors identified included oral feedings (87%), prematurity (70%), perinatal hypoxia (61%), acute Cesarean-section (48%), respiratory distress (43%) and an umbilical catheterization (43%). The most common clinical signs in this group of patients were bloody stools (70%), silent abdomen (57%), vomiting (52%) and abdominal distention (43%). The X-ray signs included thick-walled intestines (86%), intestinal pneumatosis (76%), dilated intestinal loops (71%) and fluid (52%) or gas (29%) in the peritoneal cavity. Bacterial cultures, taken from various sites at diagnosis of the disease in 21 children, revealed bacterial growth in 15 of the 52 specimens, but these were considered non-significant and there was no evidence of lateral spread. The total survival was 60% in the first 10 years and had improved to 78% in the last six years. Medical treatment only was successful in 12 of 13 cases. Acute surgical resection, because of intestinal perforation, was done in five patients, four of whom survived. Late surgical resection, because of secondary colonic stenosis, was done in one patient. It is concluded that neonatal necrotizing enterocolitis is a serious disease, affecting especially neonates that are premature and have been subjected to perinatal hypoxia. The interaction of perinatal hypoxia and oral feedings seems to predispose these babies to the mucosal damage that initiates the course of events leading to necrosis of the intestinal wall. The epidemiology of this disease in Iceland seems similar to that reported in other studies. Increased awareness has lead to earlier diagnosis.
Gerð var afturskyggn rannsókn á bráðri þarmadrepsbólgu nýbura (neonatal necrotizing enterocolitis) á Íslandi árin 1976-1991. Tilfellanna var leitað í sjúkdómaskrám Barnaspítala Hringsins, Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg og barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á þann hátt fundust sjúkraskrár 23 nýbura og voru þær allar endurskoðaðar, en einnig allar vefjasneiðar úr görnum og röntgenmyndir af kviðarholi. Talið er að sjúkraskrár allra nýbura, sem fengu þessa greiningu á umræddu tímabili á Íslandi, hafi verið athugaðar. Sjúkdómurinn birtist sem fimm stök tilfelli árin 1976-1985, en sem faraldur 18 tilfella árin 1987-1990. Þetta svarar til nýgengisins 0,12% meðal nýbura á Íslandi fyrra tímabilið og 1% síðara tímabilið. Í erlendum rannsóknum, sem vitnað er til, er nýgengi á bilinu 1-1,3%. Í íslenska sjúklingahópnum voru níu drengir og 14 stúlkur. Þar af voru 16 fyrirburar (70%), en tvö börn höfðu meðfæddan vanskapnað. Afbrigði og sjúkdómar á meðgöngutíma höfðu greinst hjá 19 mæðranna og sjúklegar breytingar fundust í átta af þeim 10 fylgjum sem rannsakaðar voru. Aldur barnanna við greiningu á þarmadrepsbólgu var að meðaltali 8,7 dagar og helstu sjúkdómsteikn voru blóð í hægðum, ælur, þaninn kviður og bjúgur í kviðvegg. Yfirlitsmyndir af kviðarholi sýndu þykkveggja garnir, loftbólur í garnavegg, útvíkkaðar garnalykkjur og vökva eða loft í kviðarholi. Þrettán börn fengu lyfjameðferð. Bráð skurðaðgerð vegna garnarofs var gerð hjá sex börnum, en aðgerð vegna síðkominna garnaþrengsla var gerð hjá einu barni. Hjá þremur börnum á fyrra tímabilinu greindist sjúkdómurinn ekki fyrr en við krufningu. Lifun var 60% fyrra tímabilið og 78% síðara tímabilið. Höfundar telja að árangur meðferðarinnar hér á landi sé viðunandi. Könnun á hugsanlegum orsakaþáttum sjúkdómsins leiddi í ljós tengsl við meðgöngualdur styttri en 37 vikur (70%), bráðan keisaraskurð (48%), súrefnisskort við burðarmál (61%), andnauð eftir fæðingu (43%), legg í naflastrengsæð (43%) og næringu um munn (87%). Ekki virtist skipta máli hvaða næring börnunum hafði verið gefin. Höfundar telja að betur þurfi að kanna áhrif mismunandi aðferða við fæðugjöf. Í faraldrinum 1987-1990 þótti það eftirtektarvert að sjö af átján börnum veiktust meðan þau lágu á deild með öðrum nýburum, sem þegar höfðu fengið þarmadrepsbólgu. Bakteríuræktanir gáfu hins vegar ekki til kynna að um smitsjúkdóm væri að ræða. Samspil þriggja orsakaþátta, fyrirburðar, súrefnisskorts við burðarmál og næringar um munn, virðist vera það sem mestu máli skiptir í orsakafræði sjúkdómsiris hér á landi.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Dec 1993

Other keywords

  • Þarmadrepsbólga
  • Nýburar
  • Infant, Newborn
  • Enterocolitis, Necrotizing
  • Iceland

Cite this