Það sem að mér snýr; um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis [ritstjórnargrein]

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 markar tímamót hér á landi. Tímamótin eru að hluta fólgin í því að Alþingi ákvað að láta ekki nægja að greina atburðarásina út frá sjónarmiði efnahagsstjórnunar og laga, heldur tók ákvörðun um að verkefnið skyldi skoðað í víðara samhengi. Með þetta að leiðarljósi var meðal annars skipaður sérstakur starfshópur til að kanna hvort skýringa á falli bankanna og tengdum efnahagsáföllum mætti rekja til starfshátta og siðferðis. Þessi víða nálgun ber vott um ánægjulega hugarfarsbreytingu. Hún gefur færi á að ræða ýmislegt í hugsunarhætti okkar, samskiptum og menningu sem er gagnrýnivert þótt það teljist ekki vera í bága við lög. Okkur gefst einnig færi á að skoða verk okkar í samhengi, spyrja um tilgang þeirra og hvers vegna þau skipti máli. Og við þurfum að svara því fyrir hvað við viljum standa sem einstaklingar, fagstétt og samfélag.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 May 2010

Other keywords

  • Efnahagskreppur

Cite this