,,Það dundi yfir líkama og sál“ - Reynsla einstaklinga í heilsueflandi móttöku heilsugæslu af sálrænum áföllum og heilsufarsvandamálum

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

INNGANGUR Rannsóknir sýna að einstaklingar sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum glíma oft við fjölþætt heilsufarsvandamál. Heilsueflandi móttaka heilsugæslu beinist að skjólstæðingum sem glíma við slík heilsufarsvandamál þar sem veitt er einstaklingsmiðuð meðferð og stuðningur. Áfallamiðuð nálgun er mikilvæg í heilbrigðisþjónustu og getur eflt lífsgæði einstaklinga eftir sálræn áföll. Tilgangur rannsóknar var að skoða reynslu einstaklinga í heilsueflandi móttöku heilsugæslu af sálrænum áföllum og heilsufarsvandamálum. AÐFERÐ Eigindleg viðtalsrannsókn þar sem stuðst var við Vancouver-skólann í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru 5 karlmenn og 5 konur, valin í gegnum heilsueflandi móttöku heilsugæslu. Viðtöl við hvern þátttakanda voru tvö. Stuðst var við ACE-spurningalistann sem skimunartæki fyrir sálrænum áföllum í bernsku ásamt viðtalsramma rannsakenda, með opnum spurningum. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður voru greindar í 6 meginþemu: Upplifun af áföllum, Endurtekin áföll, Vanræksla í æsku, Líkamleg heilsufarsvandamál í æsku og á fullorðinsárum, Geðræn heilsufarsvandamál í æsku og á fullorðinsárum, Úrvinnsla og áfallamiðuð nálgun. Þátttakendur höfðu flestir orðið fyrir fjölþættum sálrænum áföllum og flóknum heilsufarsvandamálum, bæði í æsku og á fullorðinsárum. Rauði þráður rannsóknarinnar: ,,Það dundi yfir líkama og sál“ endurspeglar reynslu þátttakenda af áföllum og heilsufarsvandamálum. ÁLYKTANIR Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk taki mið af sálrænum áföllum þegar hugað er að heilsufarsvandamálum skjólstæðinga, geti veitt stuðning og viðeigandi aðstoð. Heilsugæslan er oftast fyrsti viðkomustaður skjólstæðinga í heilbrigðiskerfinu og því mikilvægt að þar sé innleidd áfallamiðuð nálgun. Innan heilsueflandi móttöku heilsugæslu er mikilvægt að kortleggja heilsufarsvandamál í tengslum við sálræn áföll og þar er tækifæri til að efla áfallamiðaða nálgun.
INTRODUCTION: Accumulating evidence shows that those having experienced psychological trauma have increased risk of complex health problems. In primary health care healthpromoting services are offered to individuals with complex health problems, based on an individualized approach. Trauma focused approach in healthcare help individuals increase quality of life after psychological trauma. Trauma focused services are important to help improve quality of life after psychological trauma. To examine the experience of psychological trauma and health-related problems in individuals receiving health-promoting services. METHOD: Qualitative research based on the Vancouver School of phenomenology. Participants were ten, five male and five female, selected through health-promoting services. Two interviews were taken with each participant. The ACE questionnaire was used, as a screening tool for childhood psychological trauma, combined with interview-frame with open questions. RESULTS: The results were divided into six main themes: Experience of trauma; Repeated trauma; Childhood neglect; Health-related problems in child- and adulthood; Psychiatric problems in child- and adulthood; Processing and trauma-focused approach. Participants had experienced conciderable trauma as well as complex health problems in child- and adulthood. CONCLUSIONS: It is of importance that healthcare professionals pay attention to psychological traumas in relation to complex health problems to provide support for recovery. Primary health care is the first place of contact within the health care system and therefore it is important that patients‘ experience of trauma is taken into account. It is key to identify the signs of lifetime trauma in relation to health problems and focus the care according to the individual needs of the patient.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)337-44
JournalLæknablaðið
Volume107
Issue number7-9
Publication statusPublished - Jul 2021

Other keywords

  • Sálræn áföll
  • Heilsufar
  • Heilsugæsla
  • Psychological Trauma
  • Health Promotion
  • Health Services

Cite this