Þáttur koloxíðeitrana og ölvunar í dauðsföllum af völdum eldsvoða

Jakob Kristinsson, Þorkell Jóhannesson, Ólafur Bjarnason

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The study included 36 fire casualties that were submitted to post-mortem pathological and toxicological examination at the Departments of Forensic Medicine and Pharmacology, University of Iceland, during the period 1971-1990. Twenty eight were males and eigth females. The mean age was 45.3 years (range 3-74 years). Carboxyhemoglobin levels ranged from 0-84%, mean 53.5% (fig. 1) and were considered fatal (> approximately 50%) in 24 cases. Fourteen victims with fatal carboxyhemoglobin levels had no significant burn injuries. Death was therefore attributed to carbon monoxide poisoning alone. In these cases carboxyhemoglobin levels (mean 65.5%, range 49-84) were lower than those found in cases of fatal car exhaust poisonings (mean 73.0%, range 47-87%) investigated by us in the same period (8). The difference was statistically significant (t-test, P<0.01). It supports the idea that combustion products, other than carbon monoxide, may contribute to the toxic effect of fires. Ethanol was found in blood in two thirds (24) of the cases. Blood ethanol levels were in the range 0.47-4.37%0 (mean 2.34%o). Blood ethanol levels and prevalence of inebriation were compared to those found in other fatal accidents investigated by us in the same period. Ethanol levels were significantly higher in the fire cases and inebriation more common than in the reference group (t-test, P<0.01; Chi-square, P<0.001, df=l). Although poisoning with carbon monoxide is of major importance in fire casualties it should not be disregarded that inebriation may often be an equally important factor. This was in fact strongly indicated by our results.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þátt koloxíðeitrana og ölvunar í dauðsföllum af völdum eldsvoða hér á landi. Einnig var gerð tilraun til þess að meta hvort aðrar eitraðar lofttegundir, sem myndast ásamt koloxíði við bruna, kynnu að hafa átt hlut að máli. Rannsóknin er afturskyggn og nær til 36 dauðsfalla af völdum eldsvoða, sem rannsökuð voru í rannsóknastofum í lyfjafræði og réttarlæknisfræði við Háskóla Íslands á tímabilinu 1971-1990. Í hópnum voru 28 karlar og átta konur á aldrinum þriggja til 74 ára. Koloxíðmettun blóðrauða í hinum látnu var á bilinu 0-84%, meðalgildi 53,5%. Tuttugu og fjórir einstaklingar (tveir þriðju hlutar hópsins) voru með koloxíðmettun blóðrauða yfir banvænum mörkum (>50%). Fjórtán þeirra voru með litla eða enga áverka af völdum bruna. Var talið að þeir hefðu látist úr koloxíð- eða reykeitrun eingöngu. Koloxíðmettun blóðrauða í þessum einstaklingum (49-84%, meðalgildi 65,5%) var talsvert minni en fundist hefur hér á landi við koloxíðeitranir af útblásturslofti bifreiða (47-87%, meðalgildi 73%). Var mismunurinn marktækur (t-próf, P<0,01). Etanól var í blóði 24 einstaklinga. Var þéttni þess á bilinu 0,47-4,37%o (meðalgildi 2,34%o). Þéttni etanóls í blóði og tíðni ölvunar var borin saman við öll önnur banaslys sem komu til rannsóknar á tímabilinu. Í ljós kom að ölvun var hér bæði meiri og algengari en í samanburðarhópnum (t-próf, P<0,01; kí-kvaðrat, P<0,001, df=l). Enda þótt koloxíðeitranir hafi verið þungar á metunum í efniviði okkar voru vísbendingar í þá átt að aðrar eitraðar lofttegundir kynnu að hafa átt hlut að máli. Ölvun vó einnig þungt og verður ekki fram hjá því horft, að hún kunni oft að skipta jafn miklu máli og koloxíðeitranir í dauðsföllum af þessu tagi.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 May 1994

Other keywords

  • Eldsvoðar
  • Slys
  • Cause of Death
  • Ethanol
  • Fires
  • Carbon Monoxide Poisoning

Cite this