Þátttaka barna í leikskólastarfi Engjaborg – Funaborg – Hólaborg – Sunnufold – Háskóli Íslands: ÞRÓUNARVERKEFNI UNNIÐ VETURINN 2022-2023

Anna Magnea Hreinsdóttir, Pála Pálsdóttir, Agnes Jónsdóttir, Sigrún Grétarsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Melkorka Kjartansdóttir

Research output: Book/ReportResearch report

1 Downloads (Pure)

Abstract

Markmið verkefnisins er að undirstrika mikilvægi þess að koma auga á hugmyndir barnanna og bregðast við þeim með því að huga að skipulagi leikumhverfis, leikefnis, tíma og þeim möguleikum sem börnin hafa til að þróa hugmyndir sínar og leik í daglegu starfi. Veturinn 2022-2023 var unnið að því að auka virka þátttöku barna í leikskólastarfi á ýmsa vegu og uppfylla þannig markmið
menntastefnu Reykjavíkurborgar um barnið sem virkan þátttakenda. Það verður helst gert með því að kennara og annað starfsfólk tileinki sér þær aðferðir sem til eru til að hlusta á virkan hátt á sjónarmið barna og virkja áhrifamátt þeirra. Ávinningur þessa þáttar fyrir börnin í leikskólunum er að kennarar og annað starfsfólk kynnist margvíslegum aðferðum og leiðum til að nálgast sjónarmið barna og virkja áhrifamátt þeirra í daglegu starfi og leik. Afrakstur verkefnisins felst fyrst og fremst í aukinni þekkingu starfsfólks leikskólanna á því hvernig hægt er að auka virkni og þátttöku barna í daglegu starfi. Þeirri þekkingu mun starfsfólkið miðla til annarra starfsmanna leikskóla í verkfærakistu Menntastefnu Reykjavíkurborgar með stuttum skilaboðum og frásögnum í Book Creator forritinu.
Original languageIcelandic
Number of pages13
Publication statusPublished - 15 May 2023

Cite this