Útvistun nýsköpunarverkefna

Hrafnhildur Svansdóttir, Magnús Þór Torfason

Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingChapterpeer-review

Abstract

Markmið þessarar rannsóknar er að greina þær ástæður sem liggja að baki ákvörðunum fyrirtækja um útvistun nýsköpunarverkefna og hvaða áhrif slík útvistun hefur á nýsköpun. Viðfangsefnið er skoðað út frá tveim fræðilegum sjónarhornum, annars vegar út frá kenningum um opna nýsköpun og hins vegar kenninga um útvistun á sviði nýsköpunar. Þessi sjónarmið eru samþætt og sett er fram líkan sem byggir á kenningum innan hvors fyrir sig. Rannsóknin er eigindleg og byggir á ellefu hálf-opnum viðtölum við einstaklinga sem allir höfðu reynslu og þekkingu af útvistun nýsköpunarverkefna. Greining á viðtölunum leiddi í ljós samhljóm við það líkan sem sett er fram í rannssókninni. Helstu niðurstöður benda til þess að fyrirtækin í rannsókninni hallist ekki að einni ákveðinni stefnu við ákvarðanir um útvistun nýsköpunar, en áherslur falla þó einna best að kenningum um auðlindasýn og að tengslanetakenningum. Útvistun nýsköpunarverkefna virðist hafa jákvæð áhrif á nýsköpun almennt. Ýmis ónýtt tækifæri til slíkrar útvistunar virðast enn fremur vera til staðar hjá fyrirtækjum, sérstaklega þegar kemur að því að deila þekkingu og vannýttum hugmyndum í samstarfi við frumkvöðla. Niðurstöður gefa þar með vísbendingu um að útvistun nýsköpunarverkefna geti fyllt að einhverju leiti upp í það þekkingar gap sem fyrirfinnst á landinu og að útvistun nýsköpunar muni fara vaxandi.
Original languageIcelandic
Title of host publicationRannsóknir í viðskiptafræði IV
Place of PublicationReykjavík
EditionHáskólaútgáfan
Publication statusPublished - 2023

Cite this