Útrýming algengustu kynsjúkdómanna : órar eða raunhæfur möguleiki? [ritstjórnargrein]

Sigurður B. Þorsteinsson

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Fundurinn var haldinn í lok áttunda áratugarins og var dæmigerður fyrir norrænt samstarf. Fulltrúar Norðurlandanna stóðu upp hver af öðrum og skýrðu hvers vegna tíðni lekanda hafði minnkað verulega seinustu tvö til þrjú árin, eða allt aö 40 til 50%. Daninn taldi árangurinn tvímælalaust vera því að þakka að leit að rekkjunautum hafi verið efld, Finninn tók í sama streng og minntist einnig á eflingu kynsjúkdómadeilda í stærstu borgum Finnlands. Norðmaðurinn benti hróðugur á að við þjóðvegina í kringum Osló hefðu verið sett upp vegaskilti (í landi þar sem slíkt er annars harðbannað, samanber málverkið af Gro Harlem á fjósveggnum), þar sem lesa mátti uggvænlegar staðreyndir eins og „19 Norðmenn fá lekanda í kvöld". Á öðrum skiltum var áróður fyrir smokkanotkun. Svíar voru djarfari enda var þetta á þeim tíma sem alheiminum var talin trú um ótrúlegt frjálslyndi þeirra í ástamálum sem líklega var mýta ættuð frá meistara Bergmann. Þeir sýndu auglýsingar sem höfðu verið sýndar í sjónvarpi og í kvikmyndahúsum. Ein var um þau skötuhjú, Rómeó og Júlíu, þar sem Júlía hvíslar í eyra riddarans að hér verði ekki gert do-do nema verja sé með í för og Rómeó sést síðan klifra niður af svölunum sneyptur á svip. Landinn hafði stórbætt greiningaraðferðir og hafið skimun hjá ófrískum konum.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jul 1995

Other keywords

  • Kynsjúkdómar
  • Klamýdía

Cite this