Útgjöld ríkisins í Norðausturkjördæmi og tekjur ímyndaðs "Norðausturríkis"

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Hlutdeild einstakra landshluta í tekjuöflun þjóðarinnar og skipting ríkisútgjalda
milli höfuðborgar og landsbyggða eru meðal umdeildustu mála í íslenskri
byggðaumræðu. Slík umræða endurspeglar ólík viðhorf til félagslegs réttlætis
og ólíka hagsmuni íbúa mismunandi landssvæða. Þrátt fyrir harðvítugar deilur
um mikla hagsmuni eru rannsóknir á dreifingu ríkisútgjalda eftir landsvæðum
af skornum skammti. Í þessari rannsókn er sjónum beint að útgjöldum ríkisins
í Norðausturkjördæmi á grundvelli fjárlaga ársins 2011 og viðbótarupplýsinga
sem safnað var hjá einstökum stofnunum og ráðuneytum. Niðurstöður sýna að
starfsemi ríkisins á Norðurlandi eystra er um 11% minni en mannfjöldi segir til
um eða sem nemur rúmlega 74 þúsund krónum á hvern íbúa á ári. Starfsemi
ríkisins á Austurlandi er um 23% minni en mannfjöldi segir til um eða sem nemur
rúmlega 159 þúsund krónum á hvern íbúa á ári. Á hinn bóginn leggur ríkið til
svipaða upphæð til að stuðla að því að þjónusta sveitarfélaga sé sambærileg
því sem gerist annars staðar og til að styðja við landbúnað á þessum svæðum.
Ef áætlaðar tekjur ríkisins eru bornar saman við útgjöld ríkisins í kjördæminu
kemur í ljós að útgjöldin eru hærri sem nemur 625 Mkr eða 1,2% af skatttekjum
miðað við fjárlög ársins 2011. Til samanburðar var halli af rekstri íslenska
ríkisins skv. fjárlögum 2011 um 7,9% eftir vaxtagreiðslur. Þetta er vísbending
um að ímyndað, sjálfstætt „Norðausturríki“ gæti staðið á eigin fótum en til að
svara því þyrfti þó mun viðameiri rannsóknir.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)155-170
Number of pages16
JournalStjórnmál og stjórnsýsla
Volume9
Issue number1
DOIs
Publication statusPublished - 15 Jun 2013

Other keywords

  • State expenditure
  • State income
  • State activities

Cite this