Öndunarhreyfingar, lungnarúmmál og styrkur öndunarvöðva eftir lungnaígræðslu. Forrannsókn með fjórum lungnaþegum

G. Þóra Andrésdóttir, María Ragnarsdóttir, Sara Hafsteinsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Bakgrunnur. Við lungnaígræðslu er algengast að skorið sé þvert á bringubein og á báða millirifjavöðva beggja vegna frá bringubeini aftur að hryggsúlu. Rifbeinin fyrir ofan og neðan skurðinn eru spennt í sundur til að fá aðgang að lungunum. Við það verða áverkar á liðamótum aðliggjandi rifja og á þind sem gæti valdið óskilvirkri öndun. Markmið. Að gera forrannsókn á valtilgátunni: Lungnaþegar eru með skert lungnarúmmál, skertar öndunarhreyfingar og skertan styrk öndunarvöðva þrátt fyrir ígrædd heilbrigð lungu. Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala samþykkti rannsóknina (39/2016) og hún var tilkynnt Persónuvernd. Aðferðir. Þátttakendur voru fjórir lungnaþegar, þrjár konur og einn karl á aldrinum 40-62 ára, BMI 22 - 40, sem undirrituðu upplýst samþykki fyrir þátttöku. Mæld voru: Lungnarúmmál, öndunarhreyfingar, styrkur öndunarvöðva, hámarks innöndunarþrýstingur og hámarks útöndunarþrýstingur. Niðurstöður. Ástæða lungnaígræðslu var langvinn lungnateppa hjá einum, hjá hinum þremur lungnatrefjun, konurnar fengu bæði Öndunarhreyfingar, lungnarúmmál og styrkur öndunarvöðva eftir lungnaígræðslu. Forrannsókn með fjórum lungnaþegum Höfundar: Guðbjörg Þóra Andrésdóttir1, Sara Hafsteinsdóttir1 og dr. María Ragnarsdóttir2 Vinnustaður: 1Sjúkraþjálfun Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi 2Fyrrum starfandi í Sjúkraþjálfun Hringbraut, Landspítala Háskólasjúkrahúsi, nú sjálfstætt starfandi G. Þóra An d r é s d ót t i r Sérfræðingur í taugasjúkraþjál fun L an d s p í tala Fo s s v ogi Mar í a R agnar d ót t i r Sj ú k ra þ j á l far i P hD Fyrrum rannsóknasjúkraþjálfari LSH S ara Ha f s t e i n s d ót t i r Yf i r s j ú k ra þ j á l far i L an d s p í tala Fo s s v ogi Sjúkraþjálfarinn 43 Ritrýnd grein lungu ígrædd en karlinn vinstra lunga. Öll voru með hámarksfráblástur á einni sekúndu (FEV1) undir 80%, en mismikið og skertar lágrifja hreyfingar í hvíld, þrjú í djúpri öndun og sömu þrjú voru með skertan styrk í innöndunarvöðvum. Ályktanir. Niðurstöður forrannsóknar benda til að vert sé að kanna tilgátuna í stærri rannsókn þar sem mælt yrði fyrir og eftir ígræðslu. Ef til vill er nú þegar rétt að mæla með viðameiri skoðun og meðferð á öndunarmynstri og styrk öndunarvöðva hjá lungnaþegum en nú er gert. Það gæti leitt til skilvirkari starfsemi öndunarvöðva sem tækju til sín minna hlutfall heildarsúrefnisupptöku líkamans og skildi meira eftir fyrir aðra líkamsstarfssemi en að anda.
Background. The surgical procedure of lung transplant involves transverse cross section of sternum and the intercostal muscles from sternum to the vertebra. The adjacent ribs are forced apart in order to get access to the lungs. This is likely to cause injury to costovertebral joints and diaphragm which could cause ineffective breathing. Purpose. To pilot test our alternative hypothesis that transplant recipients have decreased lung volumes, decreased respiratory movement and decreased respiratory muscle strength despite normal lungs. The study was approved by the Medical Research Ethical Committee (39/2016) and reported to The Icelandic Data Protection Authority. Method. Participants, four lung transplant recipients, three women and one man aged 40- 62 years, BMI 22-40, signed informed consent prior to participation. Measurements: Lung volumes, respiratory movement and respiratory muscle strength, maximal inspiratory pressure (MIP) and maximal expiratory pressure (MEP). Results. One had chronic obstructive pulmonary disease and three had pulmonary fibrosis prior to transplantation, the women had double lung transplant but the man had left lung transplant. All four had FEV1 below 80% of predicted and decreased lower thoracic respiratory movement during quiet breathing, three during voluntary deep breathing and the same three had decreased inspiratory muscle strength. Conclusions. The results of this pilot study indicate that it would be worthwhile to test the hypothesis in a clinical trial and measure before and after transplantation. It is even appropriate to recommend more comprehensive assessment and treatment of respiratory movement pattern and respiratory muscle strength than is routinely done at present. It could lead to more efficient respiratory muscles using less percentage of the total oxygen consumption leaving more for other body functions than breathing.
Original languageIcelandic
JournalSjúkraþjálfarinn
Publication statusPublished - 2018

Other keywords

  • Öndun
  • Lungu
  • Líffæraflutningar
  • Lungnaígræðslur
  • Lung Transplantation
  • Lung Volume Measurements
  • Respiration

Cite this