Ólöglegir fangaflutningar og þjóðréttarábyrgð Evrópuríkja

Valgerður Guðmundsdóttir, Björg Thorarensen

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur skilgreint ólöglega fangaflutninga
sem flutning á einstaklingi utan dóms og laga frá einu ríki til annars, í þeim
tilgangi að setja hann í varðhald og yfirheyra utan hins hefðbundna réttarkerfis,
þar sem miklar líkur eru á því að hann verði pyndaður eða hljóti grimmilega,
ómannlega og vanvirðandi meðferð. Þó að ólöglegt fangaflug sé aðallega
framkvæmt af bandarískum stjórnvöldum hefði það ekki getað átt sér stað án
samvinnu margra ríkja. Þessi ríki verða einnig að sæta ábyrgð.

Í þessari grein verður leitast við að skoða, meðal annars út frá Mannrétt-
indasáttmála Evrópu (MSE), hver er ábyrgð aðildarríkja Evrópuráðsins sem annað hvort viljandi eða óviljandi stuðla að mannréttindabrotum með aðstoð við ólöglega fangaflutninga. Stuðst verður við skýrslur Evrópuráðsins, Evrópusam-
bandsins og frjálsra félagasamtaka. Úrlendisréttur einstaklinga og loftfara verður skoðaður þar sem það er grundvallaratriði að skera úr um slíkt þegar kveðið er á um ábyrgð og réttindi einstakra ríkja. Farið verður yfir Mannréttindasátt-
mála Evrópu ásamt hlutverki Mannréttindadómstóls Evrópu með áherslu á þau ákvæði sem algengast eru að sé brotið gegn í ólöglegu fangaflugi. Að lokum
verður fjallað um grundvallardóm Mannréttindadómstólsins varðandi ólögleg
fangaflug, El-Masri gegn Fyrrum júgóslavneska lýðveldinu Makedóníu, og möguleg áhrif hans.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)47-88
JournalÚlfljótur
Volume67
Issue number1
Publication statusPublished - 2014

Cite this