Ísland í sjónmáli. Franskir ljósmyndarar á Íslandi 1845-1900. Photographes français en Islande 1845-1900.

Research output: Book/ReportBookpeer-review

Abstract

Í þessari glæsilegu bók eru birtar fyrstu ljósmyndir teknar á Íslandi sem sýna á einstakan hátt horfinn heim fortíðar: Fólk við störf sín, híbýli þess og þjóðþekkta menn samtíðar. Texti og myndir falla saman svo að úr verður spennandi saga. Höfundurinn, Æsa Sigurjónsdóttir, hefur fjölþætta menntun í sagnfræði og listasögu. Hún hefur leitað fanga í skjalasöfnum og stofnunum í Frakklandi undanfarin ár. Bókin er á íslensku og frönsku og er gefin út í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands, en myndirnar voru sýndar í Hafnarborg sl. sumar. Bókin hefur fengið frábærar móttökur og dóma, enda "er vandað til hennar yst sem innst" og "ljósmyndirnar látnar njóta sín eins vel og hægt er". (Mbl.) Bókin er "ómissandi ..í höndum hvers þess sem annt er um uppruna sinn" (Mbl.) og ekki síður öllum fagurkerum. (Heimild: Bókatíðindi)
Original languageIcelandic
Place of PublicationReykjavík
PublisherJPV útgáfa
Number of pages136
ISBN (Print)9979761008
Publication statusPublished - 2000

Cite this