Í fótspor þín: Jane Austen, sjálfshjálparrit og menningartúrismi

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Jane Austen hefur þá sérstöðu meðal höfunda að skoðanirnar á verkum hennar eru næstum því eins áhugaverðar og vekja næstum því jafn stórar spurningar og verkin sjálf.“ Þetta sagði Lionel Trilling árið 1957 og enn leita þessi orð á hugann enda hefur Austen aldrei verið vinsælli en hún er nú á tímum. Skáldsögur Austen hafa verið endurritaðar ótal sinnum, auk þess sem hvers kyns ævisagnaritun stendur í miklum blóma, jafnt í formi hefðbundinna verka, sem skáldverka er byggjast að meira eða minni leyti á lífshlaupi skáldkonunnar. Að sama skapi hefur fjöldi verka komið út þar sem Austen stígur fram sem persóna eða ráðgjafi.

Hér er ljósi varpað á Jane Austen sem lífsgúrú, leiðbeinanda og dýrling, hvernig vega­sögur, sjálfshjálparrit og trúarbókmenntir koma saman í frásögn um leit að tilgangi, þar sem stóra viðmiðið er líf í Jane. Megináherslan er á vegasögu Lori Smith A Walk with Jane Austen þar sem höfundur leggur í ferðalag til Englands á slóðir skáldkonunnar til að styrkja trú sína, leita að tilgangi og lífi í hinu smáa.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)3-19
JournalRitröð Guðfræðistofnunar
Publication statusPublished - 2015

Cite this