Ætisár : er langvinnur sjúkdómur á undanhaldi? [ritstjórnargrein]

Ásgeir Theodórs

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Í þessu blaði eru birtar tvær greinar um meðferð á bakteríunni Helicobacter pylori. Tengsl hennar við ætisár (peptic ulcer disease) hefur gjörbreytt viðhorfum til meðferðar sjúklinga. Mikið hefur verið rætt og ritað um ætisár á undanförnum árum, aðallega vegna mikillar notkunar ætisárslyfja og hugsanlegrar lækningar á sjúkdómnum. Ætisár er langvinnur sjúkdómur og er endurkomutíðni skeifugarnarsára 95-100% innan tveggja ára eftir að bráðarneðferð líkur. Ætisár eru hins vegar alls ekki tískufyrirbrigði. Páll frá Ægina, frægur læknir sem uppi var í Miklagarði á sjöundu öld eftir Kristburð ritar: „Þegar sár eru í maga eða görnum verður hinn sjúki að forðast allan súran mat eða drykk." Þessar ráðleggingar benda til þess, að hann hafi getið sér til um eina af megin orsökum ætisára, það er of mikilli sýrumyndun í maga.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Apr 1995

Other keywords

  • Ætisár
  • Magasár
  • Skeifugarnarsár
  • Helicobacter pylori

Cite this