Ástæður þess að foreldrar barna sem greinst hafa með krabbamein myndu eða myndu ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi

Helga Bragadóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Margrét Björnsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Tilgangur rannsóknarinnar var að greina ástæður þess að foreldrar barna, sem greinst hafa með krabbamein, myndu eða myndu ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu viðfangsefni en fyrri rannsóknir sýna góðan árangur tölvutengdra stuðningshópa. Um lýsandi rannsókn var að ræða þar sem öllum foreldrum barna, sem þegið höfðu meðferð við krabbameini á Landspítala á undangengnum 10 árum, var boðið að taka þátt. Í úrtaki voru 122, þar af 94 foreldrar lifandi barna og 28 foreldrar látinna barna. Gagna var aflað með póstkönnun og skriflegum spurningalista um lýðfræðilegar breytur og bakgrunnsbreytur og hugsanlegar ástæður fyrir þátttöku eða ekki í tölvutengdum stuðningshópi. Alls tóku 53 foreldrar þátt í rannsókninni. Tæplega helmingur þeirra myndi taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi. Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur á þeim sem myndu taka þátt og myndu ekki taka þátt hvað kyn, aldur, búsetu, menntun og atvinnuþátttöku varðaði (p≤0,05). Flestum fannst að Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna ætti að sjá um slíkan hóp. Meginástæður þátttöku eru að fá eða veita upplýsingar og stuðning auk þess að vera í sambandi við aðra foreldra með sambærilega reynslu. Foreldrar, sem myndu ekki taka þátt, telja þátttöku ekki munu hjálpa sér á nokkurn hátt og segjast fá nægan stuðning annars staðar. Hlutfallslega fleiri foreldrar látinna barna myndu taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi. Nokkur hluti foreldra, sem ekki myndi taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi, myndi frekar taka þátt í hefðbundnum stuðningshópi þar sem hist er augliti til auglitis. Niðurstöður benda til þess að nokkur hópur foreldra barna, sem greinst hafa með krabbamein, myndi vilja taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi eða hefðbundnum stuðningshópi til þess að njóta gagnkvæms stuðnings fólks með sambærilega reynslu.
The purpose of this study was to identify reasons for participation and non-participation in a computer-mediated support group (CMSG) for parents whose children have been diagnosed with cancer. Few studies have been done on this subject but former studies indicate positive results on the use of computer-mediated support groups. This was a descriptive study with a sample of all parents whose children had been treated with cancer at the Landspítali- University Hospital in the previous 10 years. Participants were 122 parents, 94 were parents of surviving children and 28 had lost their children to cancer. Data were collected by a mail survey using a paper-and-pencil questionnaire asking about demographic and background variables and possible reasons for participation and non-participation. A total of 53 parents participated in the study. A little less than half of the parents would participate in a CMSG. No statistically significant differences were identified between participants and non-participants in regards to gender, age, residency, education or work. Most parents said that the Childhood Cancer Support Association should organize such a group. The main reasons for participation are to receive and provide information and support as well as being in touch with other parents with comparable experience. Parents who would not participate said that participation would not help them in any way and they consider themselves getting enough support elsewhere. Proportionately more parents who have lost their child would participate in a CMSG. A number of parents who would not participate in a CMSG said they would rather participate in a face-to-face support group. Results indicate that a number of parents whose children have been diagnosed with cancer would participate in a CMSG or a face-to-face support group.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - 1 Nov 2009

Other keywords

  • Krabbamein
  • Börn
  • Langveik börn
  • Stuðningshópar
  • Upplýsingatækni
  • Child
  • Neoplasms
  • Self-Help Groups
  • Iceland
  • Computers

Cite this