Árangur skurðmeðferðar við Pancoast-lungnakrabbameini á Íslandi

Björn Már Friðriksson, Steinn Jónsson, Guðrún Nína Óskarsdóttir, Andri Wilberg Orrason, Helgi J. Ísaksson, Tómas Guðbjartsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Inngangur: Pancoast-æxli eru lungnakrabbamein sem vaxa út frá lungnatoppi í þak fleiðruhols og valda einkennum frá ífarandi vexti í aðlæg líffæri. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurðmeðferðar við Pancoast-æxlum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerð við Pancoast-krabbameini í læknandi tilgangi á Landspítala á árunum 1991-2010. Skráð voru einkenni sjúklinga, fylgikvillar meðferðar og endurkomutíðni. Æxlin voru stiguð samkvæmt nýju TNM-stigunarkerfi. Niðurstöður: Tólf sjúklingar gengust undir aðgerð á þeim 20 árum sem rannsóknin náði til, þar af 7 á hægra lunga. Algengustu einkenni voru verkur í herðablaði eða öxl (n=5) og/eða brjóstverkur (n=3), hósti (n=6) og megrun (n=5). Flest æxlanna voru af kirtilfrumugerð (n=5) eða flöguþekjugerð (n=4). Meðalstærð æxlanna var 5,9 cm (bil: 2,8-15) og voru 5 á stigi IIB og 7 á stigi IIIA. Æxlin voru fjarlægð með hreinum skurðbrúnum í 10 tilfellum (83%). Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af en einn sjúklingur varð fyrir alvarlegum fylgikvilla sem var mikil blæðing í aðgerð. Einn sjúklingur fékk geisla- og lyfjameðferð fyrir aðgerð en 8 fengu geislameðferð eftir aðgerð. Níu sjúklingar greindust síðar með endurkomu sjúkdóms; fjórir með staðbundna endurkomu, fjórir með útbreiddan sjúkdóm og einn með hvort tveggja. Heildarlifun eftir 5 ár var 33% en miðgildi lifunar var 27,5 mánuðir (bil: 4-181). Ályktanir: Árangur skurðaðgerða og skammtímahorfur sjúklinga með Pancoast-krabbamein hafa verið góðar hérlendis. Langtímahorfur í þessarri rannsókn voru hins vegar lakari en í nýlegum erlendum rannsóknum og tíðni staðbundinnar endurkomu há. Hugsanleg skýring gæti verið ófullnægjandi stigun fyrir aðgerð og lítil notkun á samþættri geisla- og lyfjameðferð fyrir aðgerð hjá sjúklingum í þessarri rannsókn.
Objective: Pancoast tumors are lung carcinomas that invade the apical chest wall and surrounding structures. Treatment is complex and often involves surgery together with radio- and chemotherapy. We studied the outcome of surgical resection for Pancoast tumors in Iceland. Materials and Methods: A retrospective study including all patients that underwent resection of a Pancoast tumor with curative intent in Iceland in the years 1991-2010. Data on symptoms, complications, TNM-stage, relapse and survival were analyzed. Results: Twelve patients were operated on; 7 on the right lung. Shoulder pain (n=5) and/or chest pain (n=3), cough (n=6) and weight loss (n=5) were the most common presenting symptoms. Adenocarcinoma (n=5) and squamous cell carcinoma (n=4) were the most frequent histological types. Average tumor size was 5,9 cm (range: 2,8-15). Five cases were stage IIB and 7 stage IIIA according to operative staging. In 10 cases (83%) the surgical margins were free of tumor. All patients survived surgery and only one patient suffered a major operative complication, an intraoperative bleeding. In one case induction chemo-radiation prior to surgery was administrated, and 8 patients received postoperative radiotherapy. Recurrent disease was diagnosed in 9 patients; four had local or regional recurrence, four had distant metastases and one patient was diagnosed with both local and distant recurrences simultaneously. Survival at 5 years was 33% and median survival was 27,5 months (range: 4-181). Conclusions: Operative and short-term outcomes for patients with Pancoast tumors in Iceland are excellent. However, long-term outcomes are not as favorable and recurrence rate is high compared to other studies, possibly due to incomplete preoperative staging and less use of chemo-radiation therapy prior to surgery among these patients.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 2015

Other keywords

  • Lungnakrabbamein
  • Skurðlækningar
  • Pancoast Syndrome
  • Carcinoma, Non-Small-Cell Lung
  • Treatment Outcome
  • Recurrence
  • Survival

Cite this