Árangur meðferðar við sykursýki af tegund 2 hjá einstaklingum í eftirliti á Göngudeild sykursjúkra

Sigríður Björnsdóttir, Josefine Rossberger, Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir, Ástráður B. Hreiðarsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Aims: Type 2 diabetes mellitus is a major health problem all over the world. The prevalence of the disease is increasing markedly. Healthcare cost associated with type 2 diabetes is high and the long-term diabetic complications account for the greatest proportion of direct cost. Effective control of blood glucose, lipids and blood pressure can delay the development of complications. The purpose of this study was to examine the risk factors, treatment pattern and results in an Icelandic outpatient population with type 2 diabetes. Our results were compared especially with results from Sweden. Material and methods: Charts were reviewed for all patients (906) with type 2 diabetes that attended the Diabetes Outpatient Clinic at the University Hospital of Iceland in the year 2001. Information about clinical characteristics for the year 2002 were prospectively reviewed for the 380 patients from the year before and for 121 newly diagnosed patients. Clinical characteristics included were age, sex, diabetes duration, glycemic control (HbA1c), office blood pressure, body mass index (BMI), smoking habits, use of lipid- and blood pressure lowering drugs, diabetes treatment and diabetic retinopathy. Results: Mean age was 66 +/-13.1 (SD) years and the mean age at diagnosis was 57 +/-13.1 (SD) years. Sixty percent were men. The mean body mass index was 29.7 kg/m(2). About 85% of patients had body mass index >25 which is much higher than in 1987 when this proportion was about 67.3%. Mean HbA1c was 7.02 the year 2001 and 6.94% in 2002. The mean cholesterol level was 5.44 mmol/L, HDL 1,22 mmol/L and LDL 3.17 mmol/L in 2002 and 27% were taking lipid lowering drugs in 2002. More patients (61%) reached the blood pressure goal 140/80 mmHg during 2002 than the year before (55%). Sixty five percent were using oral hypoglycemic agents and 17,4% insulin alone. Prevalence of smoking was 13% and of retinopathy 17.1%. Conclusions: The mean body mass index has been increasing in Iceland as in other western countries. In our survey the mean glycosylated hemoglobin of 7% is somewhat lower than in comparable European surveys, indicating a better glycemic control here. However our survey and comparable surveys indicate that treatment of dyslipidemia and blood pressure has to be more aggressive.
Markmið: Sykursýki og fylgikvillar hennar eru vaxandi vandamál um allan heim. Kostnaður vegna sjúkdómsins er mikill og stærsti hlutinn er vegna fylgi­kvilla. Góð meðferð blóðsykurs, blóðþrýstings og blóðfitu dregur verulega úr fylgikvillum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða meðferðar­form, árangur meðferðar og áhættuþætti meðal sjúk­linga með sykursýki tegund 2 í eftirliti á sérhæfðri göngu­deild ásamt samanburði við niðurstöður frá Svíþjóð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var tvískipt. Afturvirk skráning sjúklinga með sykursýki tegund 2 (906) í eftirliti árið 2001 og jafnhliða framvirk skráning upplýsinga frá sjúklingum (501) árið 2002 í eftirliti á Göngudeild sykursjúkra á Landspítala Hringbraut. Árið 2001 voru 94 (10,4%) nýgreindir en 121 (24,2%) árið 2002. Upplýsingar um 380 sjúklinga voru skráðar bæði árin. Eftirfarandi var skráð: greiningarár, aldur við grein­ingu, þyngdarstuðull (BMI), sykurbundinn blóð­rauði (HbA1c), blóðfitu- og blóðþrýstingsgildi, notkun blóð­fitu- og blóðþrýstingslækkandi lyfja, sykursýkisbreytingar í augnbotnum ásamt sykursýkismeðferð. Niðurstöður: Fleiri karlar (60%) voru í rannsóknarhópnum. Meðalaldur var 66 ár og meðaldur við greiningu 57 ár. Meðalþyngdarstuðull var 29,7 kg/m2 . Um 85% sjúklinganna voru með þyngdarstuðull >25 sem er talsverð aukning frá árinu 1987 en þá var samsvarandi hlutfall 67,3%. Færri konur en karlar náðu viðmiðunarmörkum á þyngdarstuðli samkvæmt alþjóðlegum skilmerkjum. Á blóðsykurlækkandi töflum eingöngu voru 66,5%, en 18,4% voru á insúlínmeðferð. Meðal HbA1c var 7,02% árið 2001 og 6,94% árið 2002. Meðalgildi blóðfitu voru: kólesteról 5,44 mmól /l, HDL 1,22 mmól /L og LDL 3,17 mmól/L árið 2002. Á blóðfitulækkandi lyfjum voru 27% árið 2002. Fleiri (61%) náðu blóðþrýstingsmarkmiðum ?140/80 mmHg árið 2002 en 2001 (55%). Af hópnum reyktu 13% og 17,1% voru með augnbotnabreytingar. Ályktanir: Meðalþyngdarstuðull hefur farið hækkandi hér eins og í öðrum vestrænum löndum. Meðal HbA1c var um eða undir 7,0% sem er lægra en í svipuðum rannsóknum í öðrum Evrópulöndum og bendir til betri blóðsykurstjórnunar hér. Fleiri ná settum blóðþrýstingsgildum árið 2002 en bæta má blóðþrýstingsstjórnun enn betur. Rannsókn okkar svo og erlendar rannsóknir sýna að blóðfitur eru vanmeðhöndlaðar hjá sykursjúkum.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Sept 2004

Other keywords

  • Sykursýki
  • Blóðsykur
  • LBL12
  • Fræðigreinar
  • Diabetes Mellitus
  • Diabetes Mellitus, Type 2
  • Blood Glucose

Cite this