Árangur hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi sem veitt er á netinu

Guðlaug Friðgeirsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Steindór Ellertsson, Erla Björnsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Inngangur: Svefnleysi er útbreitt heilsufarsvandamál sem hefur alvarlegar sálrænar, líkamlegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér. Neysla svefnlyfja er mun meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum, þrátt fyrir að mælt sé með hugrænni atferlismeðferð (HAM-S) sem fyrsta úrræði við langvarandi svefnleysi. Til að koma til móts við fleiri sem glíma við svefnvanda var netmeðferð við svefnleysi sett á laggirnar á betrisvefn.is. Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa árangri netmeðferðarinnar. Efniviður og aðferðir: Alls 175 þátttakendur hófu 6 vikna meðferð á tímabilinu ágúst 2013 til apríl 2014 en þar af voru 50 (29%) sem ekki luku meðferð svo eftir var úrtak 125 þátttakenda. Meðalaldur var 46 ár (18-79 ára). Meðferðin er byggð á gagnreyndri hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Þátttakendur skráðu svefn sinn og var árangur metinn út frá svefnnýtingu, tíma sem tekur að sofna og vökutíma eftir að hafa sofnað, að lokinni 6 vikna meðferð og 6 vikna eftirfylgd. Niðurstöður: Marktækar breytingar til hins betra urðu á öllum útkomumælingum, nema heildarsvefntíma sem styttist um 5% samkvæmt niðurstöðum svefnskráningar. Breytingarnar voru enn til staðar 6 vikum eftir lok meðferðar og heildarsvefntími lengdist. Neysla svefnlyfja minnkaði marktækt. Meðferðin virðist henta þátttakendum vel og rúmlega 94% þeirra myndu mæla með henni. Ályktun: Netmeðferð Betri Svefns lofar góðu og árangur er í samræmi við erlendar rannsóknir netmeðferða gegn svefnleysi. Með auknu framboði er vonast til að fyrsta úrræði gegn svefnvanda hér á landi verði HAM-S líkt og víða annars staðar. Þannig má hugsanlega draga úr hinni miklu svefnlyfjanotkun Íslendinga, álagi á heilsugæslustöðvar og þeim kostnaði sem svefnvanda fylgir.
Introduction: Insomnia is a common health problem with serious mental and physical consequences as well as increased economical costs. The use of hypnotics in Iceland is immense in spite of cognitive behavioral therapy for insomnia (CBT-I) being recommended as the first choice treatment of chronic insomnia. To meet the needs of more individuals suffering from insomnia, online CBT-I was established at betrisvefn.is. The objective of this research was to evaluate the effectiveness of this internet-based CBT-I. Material and methods: One hundred seventy-five users (mean age 46y (18-79y)) started a 6 week online intervention for insomnia. The drop-out rate was 29%, leaving a final sample of 125 users. The intervention is based on well-established face-to-face CBT-I. Sleep diaries were used to determine changes in sleep efficiency, sleep onset latency and wake after sleep onset. Treatment effects were assesed after 6 weeks of treatment and at the 6 week follow-up. Results: Significant improvement was found in all main sleep variables except for 5% decrease in total sleep time (TST). Effects were sustained at 6 week follow-up and TST increased. The use of hypnotics decreased significantly. This form of treatment seems to suit its users very well and over 94% would recommend the treatment. Conclusion: Internet interventions for insomnia seem to have good potential. CBT-I will hopefully be offered as the first line treatment for chronic insomnia in Iceland instead of hypnotics as the availability of the CBT-I is growing. Thus, the burden on health care clinics might reduce along with the hypnotics use and the considerable costs of insomnia.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - Apr 2015

Other keywords

  • Svefnleysi
  • Hugræn atferlismeðferð
  • Netnám
  • Dyssomnias
  • Cognitive Therapy
  • Education, Distance
  • Internet
  • Treatment Outcome

Cite this