Abstract
Objective: We have previously shown that in the treatment of mild to moderate hypertension little is gained by increasing the dose of hydrochlorothiazide (HCT) over 12.5 mg when combined with an ACE-inhibitor. An increase in dosing was associated with more numerous side effects. The present study was designed to explore the relative efficacy of 12.5 and 6.25 mg of HCT in combination with captopril (C). Material and methods: For the study 25 patients with mild hypertension were recruited. Their mean age was 63 years (SD ± 13 years). After a four week wash-out period and a dose finding phase of eight weeks, eight patients were stabilised at a diastolic pressure of <95 mmHg on C 50 mg + HCT 12.5 mg and 17 on C 25 mg + HCT 12.5 mg. These doses of C were continued throughout the study. The patients were then divided in two groups, receiving 12.5 mg or 6.25 mg of HCT for four weeks. The groups were then crossed over and treated for a further four week period. Finally, placebo was given for HCT for four weeks. Results: Although the mean supine blood pressure was lower on HCT 6.25 mg than placebo by 5/3 mmHg this difference was not significant. The pressure fall on HCT 12.5 mg in comparison with placebo was significant (9/7 mmHg, p<0.02) and the supine systolic blood pressure was similarly significantly lower on HCT 12.5 mg than 6.25 mg (p<0.02). The mean serum-K was significantly reduced by HCT 12.5 mg but only two patients had values below 3.5 mmol/1 and none below 3.0 mmol/1. No change was observed in serum creatinine values. No significant increase was reported in side effects on HCT + C in comparison with placebo + C. Conclusion: This and our previous studies suggest an optimal dose of HCT of approximately 12.5 mg. A dose of 6.25 mg may not be without an antihypertensive effect. However, such an effect is likely to be modest.
Tilgangur: Við höfum áður sýnt fram á að í meðferð vægs háþrýstings er lítið unnið við að auka skammt hýdróklórtíasíðs umfram 12,5 mg í samsetningu með angiotensin ummyndunarblokka. Stærri tíasíð skammtur hafði í för með sér auknar hjáverkanir. Þessari rannsókn var ætlað að bera saman áhrifamátt hýdróklórtíasíðs í skömmtunum 12,5 og 6,25 mg í samsetningu með kaptópríli. Efniviður og aðferðir: Til rannsóknar völdust 25 sjúklingar með vægan háþrýsting. Meðalaldur þeirra var 63 ár (aðalfrávik 13 ár). Eftir fjórar vikur án lyfja vorú átta vikur notaðar til að finna hæfilegan skammt af kaptópríli ásamt 12,5 mg af hýdróklórtíasíði. Átta sjúklingar höfðu lagþrýsting <95 mmHg á meðferð 50 mg kaptópríls + 12,5 mg hýdróklórtíasíðs og 17 sjúklingar á meðferð 25 mg kaptópríls + 12,5 mg hýdróklórtíasíðs. Allan meðferðartímann voru síðan kaptópríl skammtarnir óbreyttir. Sjúklingum var skipt í tvo hópa sem fengu ýmist 12,5 eða 6,25 mg af hýdróklórtíasíði í fjórar vikur, en síðan var hópunum víxlað og meðferð haldið áfram aðrar fjórar vikur. Að lokum var sýndarlyf gefið í stað hýdróklórtíasíðs í fjórar vikur. Niðurstöður: í samanburði við sýndarlyf lækkaði blóðþrýstingur um 5/3 mmHg við 6,25 mg hýdróklórtíasíös, en þessi mismunur var ekki marktækur. Hins vegar lækkaði 12,5 mg skammtur af hýdróklórtíasíði blóðþrýsting marktækt í samanburði við sýndarlyf (9/7 mmHg, p <0,02) og slagþrýstingur í liggjandi stöðu var sömuleiðis marktækt lægri á 12,5 mg af hýdróklórtíasíði, en 6,25 mg (p <0,02). Meðalkalíumgildi í sermi lækkuðu marktækt á 12,5 mg hýdróklórtíasíðs, en aðeins tveir sjúklingar höfðu kalíumgildi <3,5 mmól/1 og enginn <3,0 mmól/1. Engin marktæk breyting varð á kreatíníngildum í sermi. Engin marktæk aukning varð á hjáverkunum á hýdróklórtía-síði + kaptópríli í samanburði við sýndarlyf + kaptópríl. Ályktun: Þessi rannsókn og fyrri rannsóknir okkar benda til að hæfilegur skammtur af hýdróklórtíasíði í samsetningu með kaptópríli við vægum háþrýstingi sé um það bil 12,5 mg. Ekki er útilokað að 6,25 mg hafi væg áhrif til lækkunar háþrýstings, en slík áhrif eru líklega óveruleg.
Tilgangur: Við höfum áður sýnt fram á að í meðferð vægs háþrýstings er lítið unnið við að auka skammt hýdróklórtíasíðs umfram 12,5 mg í samsetningu með angiotensin ummyndunarblokka. Stærri tíasíð skammtur hafði í för með sér auknar hjáverkanir. Þessari rannsókn var ætlað að bera saman áhrifamátt hýdróklórtíasíðs í skömmtunum 12,5 og 6,25 mg í samsetningu með kaptópríli. Efniviður og aðferðir: Til rannsóknar völdust 25 sjúklingar með vægan háþrýsting. Meðalaldur þeirra var 63 ár (aðalfrávik 13 ár). Eftir fjórar vikur án lyfja vorú átta vikur notaðar til að finna hæfilegan skammt af kaptópríli ásamt 12,5 mg af hýdróklórtíasíði. Átta sjúklingar höfðu lagþrýsting <95 mmHg á meðferð 50 mg kaptópríls + 12,5 mg hýdróklórtíasíðs og 17 sjúklingar á meðferð 25 mg kaptópríls + 12,5 mg hýdróklórtíasíðs. Allan meðferðartímann voru síðan kaptópríl skammtarnir óbreyttir. Sjúklingum var skipt í tvo hópa sem fengu ýmist 12,5 eða 6,25 mg af hýdróklórtíasíði í fjórar vikur, en síðan var hópunum víxlað og meðferð haldið áfram aðrar fjórar vikur. Að lokum var sýndarlyf gefið í stað hýdróklórtíasíðs í fjórar vikur. Niðurstöður: í samanburði við sýndarlyf lækkaði blóðþrýstingur um 5/3 mmHg við 6,25 mg hýdróklórtíasíös, en þessi mismunur var ekki marktækur. Hins vegar lækkaði 12,5 mg skammtur af hýdróklórtíasíði blóðþrýsting marktækt í samanburði við sýndarlyf (9/7 mmHg, p <0,02) og slagþrýstingur í liggjandi stöðu var sömuleiðis marktækt lægri á 12,5 mg af hýdróklórtíasíði, en 6,25 mg (p <0,02). Meðalkalíumgildi í sermi lækkuðu marktækt á 12,5 mg hýdróklórtíasíðs, en aðeins tveir sjúklingar höfðu kalíumgildi <3,5 mmól/1 og enginn <3,0 mmól/1. Engin marktæk breyting varð á kreatíníngildum í sermi. Engin marktæk aukning varð á hjáverkunum á hýdróklórtía-síði + kaptópríli í samanburði við sýndarlyf + kaptópríl. Ályktun: Þessi rannsókn og fyrri rannsóknir okkar benda til að hæfilegur skammtur af hýdróklórtíasíði í samsetningu með kaptópríli við vægum háþrýstingi sé um það bil 12,5 mg. Ekki er útilokað að 6,25 mg hafi væg áhrif til lækkunar háþrýstings, en slík áhrif eru líklega óveruleg.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Jun 1996 |
Other keywords
- Háþrýstingur
- Blóðþrýstingur
- Lyfjameðferð
- Lyf
- Drug Therapy, Combination
- Hypertension
- Dose-Response Relationship, Drug
- Blood Pressure
- Antihypertensive Agents
- Drug Combinations
- Thiazides