Abstract
This research was conducted to study the effect of reflexology on depression and anxiety. Depression is common and compared to other diseases it is highly influential in weakening the health status of patients. According to research reflexology can relieve anxiety but its effects on depression is unknown. In this randomized controlled trial with crossover experimental design, 19 participants with diagnosis of depression were randomly divided into two groups. The intervention time for each participant lasted for 16 weeks. The intervention was divided into either 8 weeks therapy time or 8 weeks waiting time, depending on how participants where randomized into groups. Each participant received ten reflexology therapies. The effect of the treatment was measured by two questionnaires, the Beck Depression Inventory and the Spielberger StateTrait Anxiety Inventory. Each participant answered the instruments three times, in the beginning of the intervention, after 8 weeks and after 16 weeks. The intervention lasted from January until August 2008.There were little changes in scores after the waiting time, which indicates that the therapy itself affected changes in scoring. None significant differences between groups were found in scorings of depression or anxiety after 8 weeks when only one group had received treatment. Paired Wilcoxon test showed that reflexology reduced depression significantly, both immediately following treatment and after 16 weeks measured with the Beck Depression Inventory for both groups, (p<0,001). The therapy also reduced state anxiety significantly, (p<0,001), while trait anxiety increased, (p<0,014). The results indicate that reflexology can be used as an independent and/or complementary therapy relieving depression and anxiety. The results of this research should also motivate further research on how reflexology might benefit clients within and outside the public health care system
Rannsókn þessi var gerð til að kanna áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða. Þunglyndi er algengt og veldur meiri röskun á högum einstaklingsins en flestir aðrir sjúkdómar. Rannsóknir hafa rennt stoðum undir að svæðameðferð dragi úr kvíða en áhrif hennar á þunglyndi eru óþekkt. Rannsóknin var framskyggn, slembuð meðferðarprófun með víxlsniði þar sem 19 þátttakendum, sem greindir höfðu verið þunglyndir af lækni, var skipt með tilviljunaraðferð í tvo hópa.Þátttaka í rannsókninni tók 16 vikur. Rannsóknartíminn skiptist í 8 vikna biðtíma og 8 vikna meðferðartíma en röðun í hópa réð því hvort byrjað var á meðferð eða bið. Hver þátttakandi fékk svæðameðferð 10 sinnum og voru áhrif meðferðar mæld með þunglyndiskvarða Beck og kvíðakvarða Spielberger. Hver þátttakandi svaraði spurningalistunum þrisvar, við upphaf rannsóknartímabils og síðan eftir 8 og 16 vikur. Rannsóknartímabilið stóð frá janúar til ágúst 2008.Breyting á stigafjölda á biðtíma var lítil en það bendir til þess að einungis svæðameðferðin hafi breytt stigafjölda eftir meðferðartíma. Ekki reyndist marktækur munur milli hópa hvað varðar stigafjölda þunglyndis eða kvíðakvarða eftir 8 vikur þegar einungis annar hópurinn hafði fengið meðferð. Niðurstöður úr pöruðu Wilcoxon tprófi sýndu að svæðameðferð dró marktækt úr þunglyndi miðað við svörun á þunglyndiskvarða Beck hjá báðum hópum eftir meðferð (p<0,001). Meðferðin dró einnig marktækt úr ástandskvíða (p<0,001) en lyndiskvíði jókst (p<0,014).Rannsóknarniðurstöður gefa vísbendingar um að beita megi svæðameðferð sem sjálfstæðri meðferð eða viðbótarmeðferð við þunglyndi og kvíða. Niðurstöður gefa jafnframt tilefni til frekari rannsókna um hvernig meðferðin þjóni best skjólstæðingum innan sem utan heilbrigðiskerfisins.
Rannsókn þessi var gerð til að kanna áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða. Þunglyndi er algengt og veldur meiri röskun á högum einstaklingsins en flestir aðrir sjúkdómar. Rannsóknir hafa rennt stoðum undir að svæðameðferð dragi úr kvíða en áhrif hennar á þunglyndi eru óþekkt. Rannsóknin var framskyggn, slembuð meðferðarprófun með víxlsniði þar sem 19 þátttakendum, sem greindir höfðu verið þunglyndir af lækni, var skipt með tilviljunaraðferð í tvo hópa.Þátttaka í rannsókninni tók 16 vikur. Rannsóknartíminn skiptist í 8 vikna biðtíma og 8 vikna meðferðartíma en röðun í hópa réð því hvort byrjað var á meðferð eða bið. Hver þátttakandi fékk svæðameðferð 10 sinnum og voru áhrif meðferðar mæld með þunglyndiskvarða Beck og kvíðakvarða Spielberger. Hver þátttakandi svaraði spurningalistunum þrisvar, við upphaf rannsóknartímabils og síðan eftir 8 og 16 vikur. Rannsóknartímabilið stóð frá janúar til ágúst 2008.Breyting á stigafjölda á biðtíma var lítil en það bendir til þess að einungis svæðameðferðin hafi breytt stigafjölda eftir meðferðartíma. Ekki reyndist marktækur munur milli hópa hvað varðar stigafjölda þunglyndis eða kvíðakvarða eftir 8 vikur þegar einungis annar hópurinn hafði fengið meðferð. Niðurstöður úr pöruðu Wilcoxon tprófi sýndu að svæðameðferð dró marktækt úr þunglyndi miðað við svörun á þunglyndiskvarða Beck hjá báðum hópum eftir meðferð (p<0,001). Meðferðin dró einnig marktækt úr ástandskvíða (p<0,001) en lyndiskvíði jókst (p<0,014).Rannsóknarniðurstöður gefa vísbendingar um að beita megi svæðameðferð sem sjálfstæðri meðferð eða viðbótarmeðferð við þunglyndi og kvíða. Niðurstöður gefa jafnframt tilefni til frekari rannsókna um hvernig meðferðin þjóni best skjólstæðingum innan sem utan heilbrigðiskerfisins.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Tímarit hjúkrunarfræðinga |
Publication status | Published - Oct 2011 |
Other keywords
- Svæðanudd
- Kvíði
- Þunglyndi
- Óhefðbundnar lækningar
- Geðsjúkdómar
- Ramskyggn meðferðarrannsókn
- Depression
- anxiety
- Massage
- Complementary Therapies