Áhrif slökunarmeðferðar á einkenni sjúklinga með krabbamein

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Slökunarmeðferð hefur verið í boði á dag- og göngudeild blóðog krabbameinslækninga á Landspítalanum í rúman áratug. Sjúklingar hafa greint frá ánægju sinni með meðferðina og sagt að hún hafi góð áhrif á líðan þeirra, en árangur hennar hefur ekki verið markvisst metinn. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvaða áhrif slökunarmeðferð hefur á níu algeng einkenni hjá sjúklingum með krabbamein. Frá árinu 2007 hafa krabbameinssjúklingar, sem þiggja slökunarmeðferð, verið beðnir um að meta líðan sína og einkenni fyrir og eftir slökunarmeðferð með einkennamælitækinu Edmonton Symptom Assessment Scale (ESAS). ESAS metur styrk níu einkenna á tölukvarðanum 0-10, þar sem hærri tala þýðir verra einkenni. Gagna var aflað úr sjúkraskrá 251 sjúklings með krabbamein sem fékk slökunarmeðferð frá janúar 2007 til ágúst 2008. Gerður var tölfræðilegur samanburður á tíðni, fjölda og styrk einkenna hjá sjúklingum fyrir og eftir hverja slökunarmeðferð. Niðurstöður sýndu að eftir slökun voru marktækt færri sjúklingar með einkenni, meðalfjöldi einkenna var marktækt lægri og meðalstyrkur allra einkenna á ESAS-mælitækinu var marktækt minni. Mest fækkaði sjúklingum sem fundu fyrir vanlíðan úr 92% í 59%, með kvíða úr 78% í 59%, með þreytu úr 87% í 65% og með mæði úr 60% í 40%. Fyrir slökunarmeðferð var meðalfjöldi (SF) einkenna, sem hver sjúklingur fann fyrir, 6,2 (2,2) og fækkaði í 4,8 (2,8) (p <0,001) eftir meðferð. Meðalstyrkur (SF) einkenna lækkaði mest fyrir vanlíðan úr 3,8 (1,9) í 1,8 (2,1) (p<0,001), þreytu úr 3,9 (2,2) í 1,9 (1,9) (p<0,001) og kvíða úr 3,5 (2,1) í 1,5 (1,6) (p<0,001). Meðalgildin fyrir einkennin vanlíðan og þreytu lækkuðu mest. Álykta má að einstaklingshæfð slökunarmeðferð hafi haft mjög jákvæð og að minnsta kosti tímabundin áhrif til þess að draga bæði úr tíðni og styrk einkenna sem eru algeng hjá sjúklingum með krabbamein. Mikilvægt er að efla þessa þjónustu fyrir krabbameinssjúklinga. Lykilorð: Slökunarmeðferð, samþætt viðbótarmeðferð, einkenni, krabbamein, ESAS.
Relaxation therapy has been offered at the oncology and haematology outpatient clinic at Landspítali, the national university hospital in Reykjavík, Iceland, for more than a decade. Many patients are satisfied with the therapy, but little is known about other outcomes. The purpose of this study was to assess changes in nine common symptoms among cancer patients who received relaxation therapy. Patients who receive relaxation therapy have since 2007 been asked to complete the Edmonton Symptom Assessment Scale (ESAS) before and after each therapy session. ESAS includes nine symptoms with severity scored on a 0-10 numeric rating scale. Higher scores indicate more severity. A retrospective chart review was completed on charts from patients who received relaxation therapy from January 2007 until August 2008. Data from 251 cancer patients was analyzed and symptom ratings were compared before and after the relaxation therapy. The results showed significant decrease in symptom prevalence, mean number of symptoms, and symptom severity. The prevalence of patients with worst feeling of well-being decreased from 92% to 59%, tiredness from 87% to 65%, anxiety from 78% to 54% and shortness of breath from 60% to 40%. The mean number (SD) of symptoms decreased from 6.2 (2.2) to 4.8 (2.8) (p<0.001). The symptom severity decreased significantly for all symptoms with the largest difference between the severity means (SD) for symptoms of well-being which improved from 3.8 (1.9) to 1.8 (2.1) (p< 0.001). Tiredness decreased from 3.9 (2.2) to 1.9 (1.9) (p< 0.001) and anxiety from 3.5 (2.1) to 1.5 (1.6) (p<0.001). In conclusion, these results indicate that this individualized relaxation therapy is effective, at least in the short term, to reduce both symptom prevalence and severity of symptoms common in cancer patients. The integration of relaxation therapies should be enhanced within the hospital settings among cancer patients. Key words: Relaxation therapy, integrative medicine, symptoms, cancer, ESAS.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - 2018

Other keywords

  • Slökun
  • Krabbamein
  • Krabbameinssjúklingar
  • ONC12

Cite this