Áhrif hjartaendurhæfingar HL-stöðvarinnar eftir kransæðahjáveituaðgerð eða annað kransæðainngrip

Fríða Dröfn Ammendrup, Mundína Ásdís Kristinsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Erlingur Jóhannsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Inngangur: Hjartaendurhæfing er viðurkennd meðferð hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóma en takmarkaðar upplýsingar eru til um hana á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort hjartaendurhæfing á stigi II í HL-stöðinni eftir kransæðahjáveituaðgerð eða kransæðavíkkun, skilaði bættri líkamlegri heilsu og betri lífsgæðum til sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem gengist höfðu undir inngrip vegna kransæðasjúkdóms var boðin þátttaka. Alls þáðu 64 boðið (af 65) en 48 luku þátttöku í rannsókninni. Að meðaltali mættu þátttakendur í 2,1 skipti á viku í 8,4 vikur. Mælingar gerðar: þrektala (W/kg), blóðþrýstings- og púlssvörun úr áreynsluprófi og líkamsþyngdarstuðull (kg/m2). Til að meta heilsutengd lífsgæði var notaður SF-36v2 lífsgæðakvarðinn. Niðurstöður: Þrek batnaði um 14,4% (p<0,001) og 6,1% aukning varð á hámarkspúlsi (p=0,001). Þátttakendum var skipt upp í tvo hópa eftir aldri (32-64 ára og 65-86 ára) og bættu báðir aldurshópar sig svipað í þreki (14,6% og 14,1%) en það var eingöngu eldri hópurinn sem jók hámarkspúls marktækt eða um 7,2% (p=0,007). Þegar þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir því hversu oft þeir æfðu á viku kom fram 10,1% aukning á þrektölu hjá hópnum sem æfði sjaldnar en 19,8% hjá þeim sem æfðu oftar (p<0,001). Þátttakendur mátu líkamlega líðan, mælda með spurningalista um lífsgæði, betri við lok þjálfunar (p=0,003) en ekki andlega líðan (p=0,314). Þegar þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir því hvernig þeir mátu líkamlega líðan í upphafi rannsóknar varð marktæk hækkun um 15,1% á líkamlegri líðan hjá þeim sem mátu sig í verri stöðu í upphafi (p=0,002), en hinn hópurinn hækkaði um 1,2%. Ályktun: Hjartaendurhæfing bætir þrek og líkamlega vellíðan. Magn þjálfunar hefur áhrif á bætingu í þreki.
Introduction: Cardiac rehabilitation is a well-established treatment for patients with coronary artery disease but limited information is available for Icelandic patients. The aim of this study was to investigate whether Phase II cardiac rehabilitation at the HL rehabilitation center was improving physical health and quality of life of patients. Material and methods: Patients that had undergone coronary artery intervention were invited to participate. There were 64 participants (of 65 invited) that started in the study and 48 that finished. On average participants attended 2.1 sessions pr. week, for 8.4 weeks. Measurements performed: endurance (W/kg), blood pressure and pulse responses from an exercise test and body mass index (kg/m2). To measure health related quality of life the SF-36v2 questionnaire was used. Results: Endurance improved by 14.4% (p<0,001) and a 6.1% increase was seen in peak pulse (p=0.001). The group was divided by age (32-64 years and 65-86 years) and both age groups improved their endurance number similarly (14.6% and 14.1%) but only the older age group improved peak pulse significantly or 7.2% (p=0.007). When the group was divided according to number of training sessions per week there was a 10.1% increase in endurance in the group that had fewer sessions but it was 19.8% in those that attended more sessions (p<0.001). Participants assessed that their physical health, measured with a questionnaire, had improved at the end of training (p=0.003). When the group was divided into two groups according to how they measured their physical health at the beginning of the study there was a significant increase of 15.1% in physical health in those that estimated worse quality of life at the beginning of the study, but the other group had an increase of 1.2%. Conclusion: Cardiac rehabilitation improves endurance and physical wellbeing in patients. Training magnitude is essential for improvement.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - Nov 2015

Other keywords

  • Hjartaaðgerðir
  • Endurhæfing
  • Coronary Artery Bypass/rehabilitation
  • Coronary Artery Disease/rehabilitation

Cite this