Áhrif þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra til forvarna og góðrar heilsu

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Bakgrunnur: Rannsóknir hafa sýnt að allt að 87% tónlistarfólks finna fyrir stoðkerfiseinkennum. Því hefur aukin áhersla verið lögð á að kanna hvaða áhrif forvarnar- og fræðslunámskeið, hönnuð fyrir tónlistarfólk, geta haft á líkamsvitund og hugarfar þátttakenda gagnvart góðri heilsu. Markmið: Að kanna hvaða áhrif þátttaka í heilsueflandi námskeiði hefði á líkamsvitund tónlistarnemenda í Listaháskóla Íslands (LHÍ) og viðhorf þeirra til góðrar heilsu og forvarna. Aðferðir: Lýsandi, framskyggn samanburðarrannsókn. Þátt tóku 23 nemendur úr LHÍ. Þrettán nemendur tóku þátt námskeiðinu „Tónlistarleikfimi“ (námskeiðshópur, NH) og 10 nemendur fengu enga slíka kennslu (samanburðarhópur, SH). Þátttaka fólst í því að svara spurningalista, fyrir og eftir námskeiðið, sem kannaði meðal annars algengi þess að stunda reglulega hreyfingu, upphitun fyrir spilamennsku og forvarnir gegn álagsmeiðslum en einnig huglægt mat á líkamsvitund við tónlistarflutning við mismunandi aðstæður og athafnir daglegs lífs. Niðurstöður: Við upphaf rannsóknar sögðust 74% þátttakenda stunda reglulega hreyfingu og hélst það óbreytt á tímabilinu. Algengi þess að stunda upphitun fyrir spilamennsku jókst hjá NH eftir námskeiðið á meðan það lækkaði hjá SH og var marktækur munur á milli hópanna í lok rannsóknar (p=0,036). Víxlhrif fundust varðandi breytingar á huglægu mati þátttakenda á líkamsstöðu sinni við æfingar (p=0,026), því NH bætti sig marktækt á tímabilinu en SH ekki. Sama mynstur milli hópa skýrði marktæk víxlhrif varðandi breytingar á mati á eigin líkamsstöðu við daglegar athafnir (p=0,004). Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að tónlistarnemendur geti haft gagn af forvarnar- og fræðslunámskeiðum. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að meta áhrif slíkra námskeiða á nýgengi meiðsla hjá íslensku tónlistarfólki.
Background: Studies show high cumulative prevalence of musculoskeletal disorders among musicians, both professional musicians and music students. Increased emphasis is therefore on studying the effectiveness of educational and prevention courses in music schools. Objectives: To investigate the effects of the participation of music students in a prevention and educational course, specially designed for music students, on body awareness and their attitude toward health and prevention strategies. Methods: A prospective descriptive comparative study. Twentythree music students participated in the study. Thirteen students in a prevention education group (PG), which participated in the course and ten students in a comparison group (CG). The participants answered a questionnaire, before and after the course, about the prevalence of regular physical activity, doing warm-up exercises prior to musical performance, engaging in healthpromoting activities and subjective body awareness during musical performance in different situations and during activities of daily living (ADL). Results: Over the study period the PG group increased, while the CG lessened, the amount of warming up prior to music performance. Thereby a statistically significant group difference was found after the course (p=0.036). Significant interactions were seen for group and subjective body awareness scores during practice (p=0.026) and during ADL (p=0.004) where the PG group had significantly higher scores after participating in the course. Conclusions: Participation in a prevention and educational course may be beneficial for music students due to improved subjective body awareness and attitude toward prevention strategies. More studies are needed to investigate the long term effect of such an intervention on the incidence of musicians’ injuries.
Original languageIcelandic
JournalSjúkraþjálfarinn
Publication statusPublished - 2016

Other keywords

  • Heilbrigðisfræðsla
  • Forvarnir
  • Nemendur
  • Líkamsímynd
  • Stoðkerfi (líffærafræði)
  • Hljóðfæraleikarar
  • Motor Activity
  • Health Knowledge, Attitudes, Practice
  • Students
  • Primary Prevention

Cite this