Áhættuþættir skýmyndunar í berki og kjarna augasteins Reykvíkinga 50 ára og eldri : Reykjavíkuraugnrannsóknin

Ársæll Arnarsson, Friðbert Jónasson, Nobuyo Katoh, Hiroshi Sasaki, Vésteinn Jónsson, Masami Kojima, Kazuyuki Sasaki, Masaji Ono

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective: To examine risk factors for cortical and nuclear lens opacification in older citizens of Reykjavík. Material and methods: 1045 persons, 583 females and 462 males age 50 years and older were randomly sampled and underwent detailed eye examination including slit-lamp and Scheimpflug photography of the lens and answered a questionnaire. The photographs were used for the diagnosis of lens opacification. The data was analysed using a logistic regression model. Results: An increased risk was found with ageing for developing both nuclear (OR=1.23: 95% CI 1.19-1.26: p<.001) and severe cortical lens opacification (OR=1.19: 95% CI 1.16-1.22: p<.001). Cigarette-smoking for more than 20 pack-years increased risk for nuclear lens opacification (OR=2.52: 95% CI 1.52-4.13: p<.001) as well as pipe- or cigar-smoking (OR=2.48: 95% CI 1.20-5.12: p<.05). Those who spent more than 4 hours/day outside on weekdays in their 20's - 30's and 40's and 50's were found to have increased risk of severe cortical lens opacification (OR=2.80: 95% CI 1.01-7.80: p<.05 and OR=2.91: 95% CI 1.13-9.62: p<.05, respectively). Systemic corticosteroid use was also found to be a significant risk factor for cortical lens opacification (OR=3.70: 95% CI 1.43-9.56: p<.05). Conclusion: In our study, ageing is the main risk factor for both cortical and nuclear lens opacification. Important modifiable risk factors are smoking for nuclear lens opacification and systemic corticosteroid use and outdoor exposure for cortical lens opacification.
Tilgangur: Í rannsókninni voru skoðaðir áhættuþættir fyrir skýmyndun í kjarna og berki augasteins meðal Reykvíkinga 50 ára og eldri. Efniviður og aðferðir: Þátt tóku 583 konur og 462 karlar sem öll voru 50 ára eða eldri og höfðu verið valin með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þátttakendur svöruðu spurningalista um heilsufar og lífsvenjur. Þeir gengust undir augnskoðun, meðal annars á augasteinum sem voru skoðaðir í raufarsmásjá og myndaðir með Scheimpflug-tækni. Í þessari rannsókn var sérstaklega litið á þá hópa sem höfðu væga byrjandi skýmyndun einskorðaða við börk (stig I), þá sem höfðu svæsnari skýmyndun í berki einvörðungu (stig II-III) og loks alla þá sem höfðu ský í kjarna augasteins. Gögnin voru greind með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Hærri aldur reyndist vera áhættuþáttur fyrir bæði skýmyndun í kjarna og berki. Reykingar juku hættuna á skýmyndun í kjarna. Þeir sem voru að meðaltali meira en fjórar klukkustundir á dag úti við á virkum dögum var hættara við svæsnari skýmyndun í berki, sem og þeim sem höfðu almennt notað barkstera. Lithimnur af blönduðum lit, fjarsýni, neysla síldar, sardína og rækja auk jurtaolíu, reyndust allt vera verndandi þættir gegn skýmyndun í berki. Ályktanir: Aldur er afgerandi áhættuþáttur fyrir skýmyndun bæði í kjarna og berki. Reykingar auka áhættu á skýmyndun í kjarna en hafa ekki áhrif á skýmyndun í berki. Þessu er öfugt farið með almenna notkun barkstera, mikla útiveru, fjarsýni og neyslu ýmissa fæðutegunda. Ólíkir áhættuþættir hafa áhrif á skýmyndun mismunandi hluta augasteinsins.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Oct 2002

Other keywords

  • Augnsjúkdómar
  • Augu
  • Augasteinar
  • LBL12
  • Lens Nucleus, Crystalline
  • Aged
  • Iceland/epidemiology
  • Risk Factors

Cite this