Áfengisneysla reykvískra unglinga: Ástæður og viðhorf

Translated title of the contribution: Alcohol use among youth in Reykjavik: Reasons and attitudes

Sigrún Aðalbjarnadóttir, Kristjana Stella Blöndal

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Í þessari rannsókn, sem er með langtímasniði, var áfengisneysla reykvískra unglinga könnuð bæði þegar þeir voru í 9. bekk vorið 1994 (14 ára) og í 10. bekk vorið 1995 (15 ára). Spurningalistar voru lagðir fyrir unglingana á skólatíma. Um 1430 nemendur voru skráðir í 9. bekk og var svarhlutfall 91%. Ári síðar þegar sömu spurningalistar voru lagðir fyrir náðist í 85% þeirra sem þátt tóku árið áður. Hlutfall stúlkna og pilta var svipað. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um a.m.k. 40% 14 ára unglinganna neyttu ekki áfengis og sama gilti um ríflega fjórðung peirra þegar peir voru orðnir 15 ára. Þeir virtust þó yngri að árum þegar þeir drukku í fyrsta sinn en fram hefur komið í nýlegum könnunum. Einnig kom fram að stór hópur unglinga drekkur illa, t.d. sagðist um fimmtungur 14 ára unglinga sem neyttu áfengis drekka fimm glös eða fleiri af sterku áfengi í hvert skipti og um þriðjungur þeirra þegar þeir voru orðnir 15 ára. Jafnframt kom fram að því oftar sem unglingarnir neyttu áfengis, því meira drukku þeir í senn. Þá varð breyting á milli ára á mikilvægi ástæðna unglinganna fyrir því að drekka ekki þar sem ástæður þeirra við 15 ára aldur voru ekki eins mikilvægar og þegar þeir voru 14 ára. Þótt ekki kæmi fram mikil viðhorfabreyting á milli ára til áhættu sem fólk tekur með því að neyta áfengis mátti þó greina að fleiri 14 ára unglingar töldu fólk taka áhættu með því að prófa að drekka og verða drukkið einu sinni í viku en þegar þeir voru orðnir 15 ára. Tengsl komu fram á milli viðhorfa unglinganna til áfengisneyslu og neyslu þeirra sjálfra. Jákvæðastir í afstöðu sinni
voru þeir sem neyttu áfengis og skipti þar ekki máli hvort þeir voru nýbyrjaðir að drekka eða höfðu drukkið um skeið. Lítill munur reyndist á áfengisneyslu pilta og stúlkna þar sem þau virtust drekka jafn oft og verða jafn oft drukkin. Þó neyttu piltar meira magns í einu en stúlkur. Stéttarstaða foreldra tengdist ekki áfengisneyslu unglinganna, en þeir unglingar sem neyttu áfengis oftar en aðrir áttu vini sem drukku oft.
Translated title of the contributionAlcohol use among youth in Reykjavik: Reasons and attitudes
Original languageIcelandic
Pages (from-to)35-57
Number of pages22
JournalUppeldi og menntun- Tímarit Kennaraháskóla Íslands
Publication statusPublished - 1 Jan 1995

Cite this