Áfallastreita [ritstjórnargrein]

Kristinn Tómasson

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Áhugi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hér á landi á afleiðingum óvæntra áfalla, eins og náttúruhamfara eða stórslysa, fyrir heilsu og líðan fólks hefur aukist mjög á síðastliðnum 10 árum. Þessi áhugi er almennur um víða veröld en tengist fyrst og fremst hernaðarátökum. Nýleg athugun frá Kuwait sýnir að séu hörmungarnar nægilega miklar geta næstum allir fengið áfallastreitu. Athugunin sýndi að hálfu fimmta ári eftir innrás Íraka voru 45% stúdenta enn með einkenni og um þriðjungur almennings (1). Það sem gerir rannsóknir á þessu viðfangsefni enn mikilvægari er að afleiðingar hörmunganna vara oft mjög lengi, til dæmis finnast einkenni um áfallastreitu enn hjá Hollendingum, 50 árum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk (2). Algengið var mest hjá þeim sem höfðu mátt þola ofsóknir 50 árum áður, þá hjá hermönnum sem tóku þátt í stríðinu, en minnst hjá almenningi.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Apr 2001

Other keywords

  • Áfallastreita
  • Streita
  • Stress Disorders, Traumatic

Cite this