Ábyrgð, stofnanir og íslensk stjórnsýsla. Lærdómar af bankahruni

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Ábyrgð er það siðferðilega hugtak sem hefur verið í hvað einna mestri umræðu hér á landi frá bankahruninu. Einkum hefur sjónum verið beint að því hverjir beri ábyrgð á hruni bankanna og hvað í þeirri ábyrgð felist. Í þessari grein verður fjallað um ábyrgð út frá einu tilteknu dæmi úr íslenskri stjórnsýslu. Í fyrsta hluta greinarinnar verður fjallað um greinarmun á tvenns konar ábyrgð og lögð sérstök áhersla á ábyrgð sem dygð. Þá er einnig fjallað um mikilvægi stofnana með tilliti til þess hvernig við greinum ábyrgð einstaklinga og jafnframt um það hvernig auka megi vægi ábyrgðar innan stjórnkerfis, fyrirtækja og í samfélaginu almennt. Í öðrum hluta greinarinnar er fjallað ítarlega um dæmi sem finna má um vinnubrögð úr íslenskri stjórnsýslu eins og henni er lýst í rannsóknarskýrslu Alþingis um samráðshóp um fjármálastöðugleika. Dæmið verður greint út frá hugmyndum um fagmennsku og ábyrgð en það sýnir ljóslega hvernig hið flókna samspil innan stofnana, og ekki síður milli stofnana, undirstrika mikilvægi virkrar ábyrgðar. Í þriðja hluta greinarinnar verður fjallað um þau álitaefni sem koma fram í dæminu út frá fagmennsku og stofnunum og þeirri greiningu sem sett er fram í fyrsta hluta. Rætt verður um hvernig auka megi vægi ábyrgðar innan stjórnkerfis, fyrirtækja og í samfélaginu almennt.
Original languageEnglish
Pages (from-to)1-16
JournalStjórnmál og stjórnsýsla
Volume10
Issue number1
Publication statusPublished - 2014

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Ábyrgð, stofnanir og íslensk stjórnsýsla. Lærdómar af bankahruni'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this