Abstract
Þroski einstaklings ræðst öðru fremur af þeirri reynslu sem hann öðlast á lífsleiðinni og því, hvernig honum tekst að draga lærdóm af þeirri reynslu. Á tímamótum staldra menn við og líta um öxl. Rifja upp það sem á dagana hefur drifið og reyna að draga af því lærdóm, ef það má verða til þess að auka þroska þeirra og auka færni í að takast á við ný viðfangsefni. Á tímamótum gefst tækifæri til þessarar sjálfsskoðunar sem krefst bæði heiðarleika og sjálfsgagnrýni. Þegar vel tekst til verður slíkt uppgjör til þess að leggja grunn að framtíðaráformum, uppbyggingu og auknum framförum. Án þessa uppgjörs verður stöðnun
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Jan 2006 |
Other keywords
- Félagsstörf
- Stefnumótun
- Siðareglur
- LBL12
- Ritstjórnargreinar
- Iceland