Viðurkenning Háskóla Íslands fyrir lofsverðan árangur í rannsóknum

Prize: Other distinction

Description

Umsögn:
"Sigurður lauk B.S. prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1979, viðbótarnámi (BS120) árið 1980, og prófi í kennslufræði 1981, einnig frá Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í sameinda- og krabbameinslíffræði við krabbameinslíffræðideild Karólínsku Rannnsóknastofnunarinnar í Stokkhólmi árin 1984-1989 og lauk þaðan doktorsprófi (Dr.Med.Sc.) árið 1989. Hann vann síðan að rannsóknum við sameindalíffræðideild sömu stofnunar árin 1998-1991. Frá 1991 starfaði Sigurður sem sérfræðingur við frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskólans í Meinafræði á Landspítala. Hann varð dósent við læknadeild Háskóla Íslands árið 1998, en hafði áður verið stundakennari við líffræðiskor í nokkur ár. Í sumar var Sigurður ráðinn prófessor við læknadeild og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans í Meinafræði á Keldum.
Sigurður er afburða vísindamaður með yfirgripsmikla þekkingu á grunnvísindum, frumu- og sameindalíffræði. Rannsóknir hans til doktorsprófs beindust að krabbameinsgenum og hvernig örvun þeirra leiðir til æxlismyndunar. Í framhaldi af þeim vann hann að kortlagningu erbA krabbameinsgenanna og staðsetningu þeirra á litningum. Frá því að hann kom til Íslands hefur hann unnið að rannsóknum á sameindalíffræði og erfðafræði krabbameina í mönnum, einkum brjóstakrabbameins og ristilkrabbameins. Hann hefur lagt áherslu á kortlagningu krabbameinsgena og krabbameinsbæligena, óstöðugleika erfðaefnis og tap á arfblendni í æxlum, en einnig samspil erfðaþátta við krabbameinsvöxt og genatjáningu, svo og við áhættuþætti og horfur.
Sigurður hefur hefur leiðbeint nemendum í rannsóknanámi til meistara- og doktorsprófs. Hann hefur verið mjög afkastamikill í rannsóknum sínum og birt um 70 greinar í ritrýndum erlendum tímaritum. Sigurður hefur flutt fjölmarga fyrirlestra á ráðstefnum utanlands og innan. Enn fremur hefur hann hlotið fjölda rannsóknastyrkja."
Degree of recognitionInternational
Granting OrganisationsUniversity of Iceland, Iceland