Múrbrjótur Landsamtakanna Þroskahjálp

Prize: Other distinction

Description

Viður­kenn­ing­in er veitt þeim sem að mati sam­tak­anna brjóta niður múra í rétt­inda­mál­um og viðhorf­um til fatlaðs fólks. Dr. Krist­ín Björns­dótt­ir fötl­un­ar­fræðing­ur fyr­ir sam­vinnu­rann­sókn­ir sín­ar með fólki með þroska­höml­un.
Krist­ín hef­ur með rann­sókn­um sín­um gefið ungu fólki með þroska­höml­un tæki­færi til að taka virk­an þátt í rann­sókn­ar­vinnu og hafa áhrif. Ein­stak­ling­arn­ir hafa ekki ein­ung­is verið viðföng í rann­sókn held­ur hafa þau unnið að verk­efn­inu sem meðrann­sak­end­ur. Þannig verða hinir fötluðu ein­stak­ling­ar virk­ir þátt­tak­end­ur á eig­in for­send­ur og á jafn­rétt­is­grunni, fá tæki­færi til að móta umræðuna og efl­ast sjálf­ir til framtíðar. Slík vinnu­brögð eru ekki ein­ung­is gagn­leg fyr­ir fræðasam­fé­lagið held­ur frels­andi fyr­ir fatlað fólk og eru til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar.
Degree of recognitionNational
Granting OrganisationsLandssamtökin Þroskahjálp