Viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Dr. Kristín Björnsdóttir fötlunarfræðingur fyrir samvinnurannsóknir sínar með fólki með þroskahömlun. Kristín hefur með rannsóknum sínum gefið ungu fólki með þroskahömlun tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknarvinnu og hafa áhrif. Einstaklingarnir hafa ekki einungis verið viðföng í rannsókn heldur hafa þau unnið að verkefninu sem meðrannsakendur. Þannig verða hinir fötluðu einstaklingar virkir þátttakendur á eigin forsendur og á jafnréttisgrunni, fá tækifæri til að móta umræðuna og eflast sjálfir til framtíðar. Slík vinnubrögð eru ekki einungis gagnleg fyrir fræðasamfélagið heldur frelsandi fyrir fatlað fólk og eru til mikillar fyrirmyndar.