Description

Nýja BSL-3 öryggisrannsóknarstofan á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert lagnaverk árið 2009. Það var Lagnafélag Íslands sem veitti viðurkenninguna fyrir lagnir af ýmsu tagi, hönnun, smíði og uppsetningu þeirra. Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir afhenti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn, föstudaginn 15. október 2010. Sigurður Ingvarsson forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar og fleiri aðilar fluttu ávarp. Tilkoma öryggisrannsóknarstofunnar gerði kleift að framkvæma rannsóknir hér á landi sem áður þurfti að framkvæma erlendis. Sem dæmi um starfsemi sem fer fram á öryggisrannsóknastofunni má nefna rannsóknir á sýnum þar sem um getur verið að ræða hættulega smitsjúkdóma, m.a. skimun fyrir inflúensu í fuglum og svínum.
Degree of recognitionNational
Granting OrganisationsLagnafélag Íslands